Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 129

Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 129
127 hreinsaS burtu og hlaðnir úr því veggir, sem umlykja gróðurreitina. Um hundrað þorp eru á víð og dreif um dalinn, sum um sex hekt- ara að stærð, og öll umgirt fléttuð- um tágagirðingum eða þráðbeinum steinveggjum í brjósthæð. Flest húsin eru með hringmynd- uðu stráþaki, líkt og hjá frum- byggjum Vestur- og Suður-Afríku. Meðal þeirra nytjajurta, sem við sáum á ökrunum, þekktum við ban- anaplöntur, vatnajurt, sem líkist villirís, korntegund í líkingu við hveiti eða rúg, kartöflutegund sem víða er ræktuð á þessum slóðum, og hávaxna jurt, sem líkist tóbaks- jurtinni. Á áveituskurðum og tjörn- um úði og grúði af villiöndum ým- issa tegunda. Af öðrum dýrum sá- um við aðeins nokkra hunda og fá- ein svín. Ekki sáum við neitt af nautfé og engin beitilönd. Þegar við fórum fyrst yfir dal- inn, sáum við fólkið þyrpast út úr húsunum og hverfa inn í korn- stakkana. Þeir sem voru að vinna úti á ökrunum, köstuðu frá sér hin- um frumstæðu amboðum sínum og fleygðu sér niður í plógförin. Tvennt hljóp í ofboði þvert yfir akur og steypti sér á bólakaf í áveituskurð. En þegar við höfðum flogið nokkrum sinnum fram og aftur yf- ir dalinn, varð hin barnslega for- vitni þeirra óttanum yfirsterkari, og við sáum menn og konur og börn safnast á opnum svæðum í miðjum þorpunum til þess að horfa á okkur. í fyrsta skipti, sem Elsmore of- ursti flaug yfir dalinn, hafði hon- um virzt fólkið ljósara á hörund en aðrir íbúar Nýju Guineu, en á ferðum okkar fram og aftur yfir dalnum sáum við, að sumt var mjög dökkt en annað miklu ljósara, að hár þess var mjög smáhrokkið og að ekki fannst fíkjublað, hvað þá flík á nokkrum manni. Aftur á móti virtust margir bera skraut- armbönd. Þó að mikið sé af fossum í Bali- emánni, eru þó bugðóttar lygnur í henni á milli. Á bökkunum við þessar lygnur sáum við eintrján- inga. Ekki hafa þessir eintrjáning- ar þó verið til langferða, því að, eins og fyrr segir, var áin ófær í báðum endum dalsins. Nokkru áður en við flugum yfir dalinn, hafði flugmaður kastað þar niður í fallhlíf pakka, sem í voru mislitir dúkar, hnífar, handaxir, speglar, perlur og annar svipaður varningur. í nokkra daga lá pakk- inn óhreyfður, þar sem hann hafði fallið. En viku seinna höfðu dalbú- ar sennilega safnað nógum kjarki til að kanna innihald pakkans, því flugmaður, sem flaug þá yfir, sá að hann var horfinn. Ekkert er vitað um þessa einangr- uðu frumbyggja nema það, sem sezt hefur úr flugvélum. Svo virð- ist sem þeir séu algjörlega sjálfum sér nægjandi um allt. Það er auð- vitað hugsanlegt, að einhvers stað- ar liggi einstigi út úr dalnum, en jafnvel þó að þeir gætu komizt út úr dalnum, biði þeirra 240 km leið í gegnum ófæra frumskóga, ef þeir vildu komast niður að strönd Kyrra- hafsins, og jafnlöng leið yfir ófær fen og flóa, ef þeir vildu komast suður að Arafurahafi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.