Morgunblaðið - 01.07.2005, Side 21

Morgunblaðið - 01.07.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 21 ERLENT Leyfa samkynhneigðum að giftast og ættleiða börn Kaþólska kirkjan á Spáni og Þjóðarflokkurinn mótmæla Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is SPÆNSKA þingið setti í gær lög sem heimila samkyn- hneigðum að ganga í hjónaband, þrátt fyrir eindregin mótmæli af hálfu kaþólsku kirkjunnar og íhaldsmanna í landinu. I lög- unum felst að samkynhneigð hjón hljóta sömu réttindi og gagnkynhneigð hjón, þar með talið réttinn til að ættleiða börn og erfðarétt. Frumvarpið að lögunum, sem lagt var fram af ríkisstjórn Sósíalistaflokks Jose Luis Rodriguez Zapatero forsætisráð- herra, var samþykkt í fulltrúadeild þingsins með 187 atkvæð- um af 350.147 greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og fjórir sátu hjá. Með samþykkt fulltrúadeildarinnar er þeirri niður- stöðu öldungadeildarinnar frá því í síðustu viku að fella frum- varpið, hnekkt. Taka gildi innan tveggja vikna Nokkur geðshræring greip um sig í þinghúsinu þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar voru kunngjörð. Baráttufólk fyrir rétt- indum samkynhneigðra, sem sat á þingpöllum, fagnaði hástöf- um, féllst í faðma, felldi tár og sendi þingmönnum fingurkossa. Nokkrir meðlimir Þjóðarflokksins (PP), hins hægri sinnaða stjómarandstöðuflokks, hrópuðu „þetta er hneisa“. Þingmenn hlynntir lögunum stóðu á fætur og klöppuðu. Næsta skref er að Jóhann Karl, konungur landsins, skrifar undir lögin og taka þau síðan gildi strax á næstu dögum, í fyrsta lagi nú í dag, föstudag, en eigi síðar en eftir tvær vikur, að sögn upplýsingaskrifstofu þingsins. Um fimm þúsund sam- kynhneigð pör á Spáni hafa þegar tilkynnt að þau muni ganga í hjónaband um leið og lögin taka gildi, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Spánn er fjórða landið í heiminum sem leyfir samkjm- hneigðum að ganga í hjónaband. „Á undan okkur voru Belgía og Holland, og síðan Kanada sem leyfði þetta í fyrradag. Við erum ekki þau fyrstu til að taka upp lög af þessu tagi og ég er sannfærður um að við verðum ekki þau síðustu. Mörg önnur lönd munu koma á eftir, knúin áfram af tveimur óstöðvandi öfl- um, frelsi og jafnrétti,“ sagði Zapatero í gær. Hann sagði einn- ig að þó að samkynhneigðir væru í minnihluta í landinu þá væri sigur þeirra sigur alira: „Sigur þeirra gerir okkur öll betri, gerir samfélag okkar betra [...] Við erum ekki að setja þessi lög fyrir eitthvað óskilgreint ónafngreint fólk. Þessi auknu réttindi verða til að efla hamingju nágranna okkar, vinnufélaga, vina okkar og fjölskyldumeðlima," sagði Zapat- ero. íhaldsmenn innan kaþólsku kirkjunnar og meðlimir PP hafa sýnt frumvarpinu eindregna andstöðu frá því að það kom fram. Eftir að frumvarpið var samþykkt í gær varaði Mariano Rajoy, leiðtogi PP, við því að málið myndi „kljúfa spænskt samfélag". Rajoy sagði Zapatero frekar hefðu átt að sækjast eftir sam- komulagi á þinginu um að veita samvist samkynhneigðra stað- festingu, án þess þó að kalla það hjónaband. I rökstuðningi fyrir atkvæði sínu gegn frumvarpinu sagði Rajoy að „alla mannkynsöguna" hefði hjónaband verið „stofnun milli karls og konu“. Sagði hann að PP hefði sýnt andstöðu sína við máhð með þvi að greiða atkvæði gegn því og nú myndi flokkurinn kanna grundvöll þess að áfrýja málinu til stjómarskrárdóm- stóls Spánar. „Gegn guði og náttúrunni" Gagnrýni á lögin hefur einnig borist að utan. Meðal eindreg- inna gagnrýnenda er Roberto Calderoli, umbótaráðherra Ital- íu. Calderori, sem tilheyrir Norðurbandalaginu, sagði í gær að lögleiðing hjónabands samkynhneigðra á Spáni gengi „gegn guði og náttúrunni" og væri „skaðleg" afleiðing sigurs vinstri- manna í síðustu þingkosningum þar í landi. „Sjálfur vil ég fylgja náttúrunni og góðum guði og mun alltaf taka spænskar konur fram yfir spænska karla,“ sagði Caldori. Spænsk samtök þrýstihópa sem hlynntir eru kaþólsku kirkj- unni og ganga undir nafninu „vamarþing fjölskyldunnar“ krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á Spáni og hafa af- hent þingmönnum undirskriftir 600 þúsund manna sem era á móti lögunum. Samtökin stóðu fyrir mótmælum gegn lögunum um síðustu helgi í miðborg Madrídar og þangað mætti um hálf milljón manna, þeirra á meðal ijöldi biskupa, presta og nunna. Álíka margir mættu á samkomu sem samtök samkynhneigðra skipulögðu til höfuðs mótmælunum. Skoðanakannanir sýna að um þrír af hverjum fjóram kosn- AP Nýju lögin eru umdeild á Spáni. Fjöldi fólks mótmælti þeim í miðborg Madrídar í gær og margir héldu á lofti skiltum þar sem stóð: Hjónaband, karl og kona. ingabæram Spánverjum era hlynntir hinni fijálslyndu stefnu ríkisstjómar sósíalista og að jafnvel þótt flestir Spánverjar játi rómversk-kaþólska trú telji þeir kirkjuna úr takti við almenn- an vilja þjóðarinnar. Kannanir sýna einnig að um það bil tveir af hverjum þremur Spánverjum eru hlynntir hjónaböndum samkynhneigðra og að þjóðin skiptist til helminga í afstöðu sinni til ættleiðinga samkynhneigðra. www.toyota.is Þú sparaÉj||[|||||||||||| og umhverfið hagnast Prius - 63% afsláttur af aðflutningsgjöldum Okkur er það sérstök ánægja að geta nú boðið umh- verfisvæna tvinnbílinn Prius, bíl ársins í Evrópu árið 2005, á mun lægra verði en áður eða aðeins 2.490.000 kr. Prius er einstakur bíll sem tvinnar saman raforku og bensíneldsneyti. Hann gefur frá sér lítinn sem engan útblástur í tafsamri Verð: 2.490.000 kr. umferð eða í innanbæjarakstri og umhverfið hagnast. En þú hagnast líka. Fyrir þig er það umtalsverður sparnaður að aka bíl með einstakri eldsneytisnýtingu eða um 4,1 I á hverja 100 km. Settu í græna gírinn! Aktu á Prius! úf®1) TODAY TOMORROW TOYOTA Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.