Morgunblaðið - 01.07.2005, Page 24

Morgunblaðið - 01.07.2005, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ x _ Ibúar við Ægisíðuna vilja vernda og byggja upp útivistargildi svæðisins Hlúa þarf að strandlengjunni Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Vesturbær I Nokkrir íbúar við Ægisíðuna hafa undanfarna daga hist og rætt skipulagsmái og þá þróun sem orðið hefur í um- ræðunni um þéttingu byggðar í Reykjavík. Kveðast þeir í því sam- hengi vilja leggja ríka áherslu á að ekki verði byggt frekar við Ægisíðuna og hugmyndir um byggð á landfyllingum taki ekki til þessa gróna borgarhluta. Bjarni Jónsson, listmálari og íbúi við Ægisíðuna, segir nokkra nágranna við götuna hafa hist á dögunum og rætt framtíð Ægisíð- unnar í ljósi umræðna um skipu- lagsmál. Niðurstaðan hafi verið einróma, enda muni framkvæmdir og auknar byggingar hafa óaftur- kræf áhrif á strandlengjuna. Bjarni segir mikið í húfi að fjar- an sé vernduð og einnig sú götu- og byggðarmynd sem þar ríkir. „Ef það á að þétta byggð, þá ætti að gera það á svæðum þar sem hún er óþétt, eins og í Grafarvogi eða efri hverfunum,“ segir Bjarni. „Vesturbærinn er mjög þéttur nú þegar.“ Minnast sögu sjómanna Bjarni hefur m.a. sett fram hugmyndir um varðveislu þess- Morgunblaðið/Eyþór Söguáhugi Bjarni Jónsson iist- málari hefur málað fjölda mynda af sjávarháttum og útgerð. arar gömlu útgerðarstöðvar, þar sem sjómenn höfðu verbúðir og reru frá fjörunni. „Hér við Æg- isíðuna er eitt síðasta gamla báta- lægið, Grímsstaðavörin, þar sem var gömul verbúð og bátar teknir Minnisvarði Hugmynd Bjarna að endursköpun verbúðarinnar. á land. Þar gerðu líka út siðustu grásleppukarlarnir við Ægisíð- una,“ segir Bjarni. „Þessa verbúð væri hægt að endurskapa og gera vel úr garði og jafnvel hafa verið uppi hugmyndir um að koma hér upp litlum veitingastað fyrir ferðamenn, en hann færi afar vel með svona endurreisn á minjum. Þetta væri líka til umhugsunar fyrir ráðamenn. Skúrarnir eru nú orðnir til lýta og eru að grotna niður og fjúka út um allt. Það er engin prýði að þeim lengur. Betra væri að reisa fallegan minnis- varða um gamla tímann, til dæmis með því að setja upp gamla ver- búð í Grímsstaðavör. Áraskipin voru okkar atvinnutæki í margar aldir og það er mikilvægt að varð- veita minningu þeirra og geta sýnt gestkomandi og komandi kynslóðum hvernig þetta var.“ OIl fegrun umhverfis áhugaverð Dagur B. Eggertsson, formaður skipulags- og byggingaráðs, segir engar hugmyndir uppi um frekari nýtingu landsins við Ægisíðuna undir íbúðabyggð af hendi R-list- ans. Þá kveður hann útiiokað að hann myndi taka í mál slíkar hug- myndir ef þær bærust á borð til hans, enda sé góð sátt um að hún sé fyrst og fremst útivistarsvæði. Dagur segist ekki hafa séð hug- myndir Bjarna um bátalægi og endurreisn gamallar verbúðar, en hann sé opinn fyrir því að kynnast þeim, enda alltaf ánægjulegt að skoða góðar hugmyndir. „Eg er út af fyrir sig hrifinn af hug- myndum sem gefa þessu frábæra útivistarsvæði krydd. Strand- Iengjusýningin, þar sem ýmis úti- listaverk voru sett upp, heppn- aðist afar vel og mörg listaverkin standa enn og eru til mikiliar prýði,“ segir Dagur og bætir við að mikilvægt sé að minnast sög- unnar. I því skyni munu aðstand- endur ungmennanna fjögurra, sem fórust í flugslysinu í Skerja- firði fyrir fimm árum, setja upp minnisvarða í ágúst til minningar um ástvini sína. AKUREYRI Skokkað og gengið I Þorvalds- dalsskokkið fer fram á morgun, laugardag. Lagt verður af stað frá Fornhaga í Hörgárdal kl. 10 og hlaupið gegnum Þorvaldsdalinn, um 26 km leið. Skráning fer fram við Árskógsskóla, þar sem hlaupið endar, og þar geta menn skilið eftir bfla og föt, en keppendum verður ekið þaðan að rásmarki. Þátttöku- gjald er 1.000 kr. Ferðafélagið Hörður efnir svo til göngu frá Draflastaðakirkju í Fnjóskadal að Laufási við Eyjafjörð á sunnudaginn. Á göngunni verða riíjuð upp æviatriði Sigurðar Sig- urðssonar búnaðarmálastjóra, sem ólst upp á Draflastöðum. Einnig verður saga kirkjustaðanna tveggja stuttlega kynnt. Þetta er létt 4-5 tíma ganga um gróna mela og skóga, þar á meðal Skugga- bjargaskóg sem er einn hávaxnasti birkiskógur á íslandi. Fólki verður ekið aftur að farartækjum sínum að Draflastöðum frá Laufási. ActiChrom 5&LARAY ÁctiChroin"' Glerartorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lffsins Lind i Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lffslind Mosfellsbæ, Stúdió Dan isafirði www.islandia.is/~heilsuhorn PÓSTSENDUM Listasumar Fóstudagur | Ketilhúsið kl. 12: Tríó Trix. Sigríður Bjarney Bald- vinsdóttir, fiðla, Vigdís Másdóttir, víóla, og Helga Björg Agústsdóttir, selló Laugardagur | Ketilhúsið kl. 14: „í minningu afa.“ Opnun á sýningu á kínverskri myndlist. Kl. 14.30 og 16.30: Fyrir- lestur í máli og myndum um kín- verska menningu og sýning á kín- verskri leikfimi og dansi. Listasafnið kl. 15: „SKRÝMSL - Ovættir og af- skræmingar.“ Opnun á sýningu á íslenskri samtímalist. Gallerí Svartfugl og Hvítspói kl. 15: Opnun á sýningu Sveinbjargar Hallgrímsdóttur á tréristum. Sýn- ingin ber yfirskriftina „Blær“. Jónas Viðar Gallery kl. 15.30: „Undir Hannesi.“ Samsýning 10 sunnlenskra listakvenna. Deiglan kl. 16: Kristján Pétur Sigurðsson opnar sýninguna „Tón- fræði fyrir að(fram)komna“. Kl. 17: Tónleikar í tengslum við sýningu Kristjáns Péturs í Deiglunni með Populus Musica. Safnasafnið Svalbarðsströnd: Opnun á innsetningu Guðrúnar Veru Hjartardóttur. Skeljahátíð í Hrísey: Veislu- borðin svigna undan ljúffengum krækling og öðru lostæti sjávar á Skeljahátíðinni í Hrísey. Sunnudagur | Ketilhúsið kl. 14.30 og 16.30: Fyrirlestur í máli og myndum um kínverska menningu og sýning á kínverskri leikfimi og dansi. Unnur Guðjónsdóttir frá Kínaklúbbi Unnar Akureyrarkirkja kl. 17: Sumar- tónleikar; Asgeir Steingrímsson, trompet, Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Hörður Áskelsson, orgel. Leikið verður tónverk eftir Jón Hlpðver Askelsson.^ ___ Doddi hættur í Sjóvá eftir 41 ár í tryggingabransanum „Einn grét við borðið“ Þórarinn B. Jónsson, Doddi í Sjóvá eins og hann er gjarnan nefndur, hefur látið af starfi útibússtjóra Sjó- vár á Akureyri eftir 41 ár í trygg- ingabransanum. Síðasti vinnudagur hans var í gær og í dag tekur Jón Birgir Guðmundsson við af honum. Þórarinn verður honum reyndar innan handar til áramóta. „Það hefur verið mjög gaman að vinna fyrir félagið og mér er efst í huga einlægt þakklæti til yfirmanna minna í þessi rúmlega 40 ár - ég hef átt mjög gott samstarf við þá alla. Ég er líka mjög þakklátur fyrir að fá að vinna með öllu því góða fólki sem hér hefur starfað og óska félag- inu alls hins besta, sem og nýjum útibússtjóra,“ sagði Þórarinn þegar Morgunblaðið leit við hjá honum á skrifstofunni í gær. Þórarinn segir ótrúlega miklar breytingar hafa átt sér stað á öllum sviðum á síðustu fjórum áratugum. Á sínu sviði nefnir hann að fáir hafi kaskótryggt bílana sína 1964 vegna þess hversu dýrt það var. „Það hef- ur líklega kostað um 10% af and- virði bílsins, sem voru rosalega miklir peningar, og þá það gat skipt sköpum íyrir menn hvort þeir voru í rétti eða órétti,“ sagði Þórarinn. , Aleiga manna fólst nefnilega oft í bílnum á þessum árum. Ég man eft- ir því að einn viðskiptavinurinn fór að gráta við borðið hjá mér vegna þess að það var spurning um aleig- una fyrir hann hvort hann yrði úr- skurðaður í rétti eða órétti.“ Þórarinn situr enn í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segist að minnsta kosti klára kjörtímabilið, en kosið verður til sveitarstjórna á næsta ári. „Ég veit ekki hvort ég verð með af fullri hörku eftir næstu kosningar. Við sjáum bara til; kannski verð ég í einhverjum nefnd- um. Svo gæti landslagið breyst mik- ið ef sveitarfélög hér í firðinum sam- einast, bannig að maður veit ekkert Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þórarinn B. Jónsson sýnir eftirmanninum, Jóni Birgi Guðmundssyni, skrif- stofuna í gær.„Það hefur verið mjög gaman að vinna fyrir félagið.“ hvemig framtíðin verður.“ Nú þegar hann lætur af störfum segir Þórarinn mjög marga spyrja hvað hann ætli að fara að gera. „Mér finnst eiginlega fáránlegt að spyrja svona, vegna þess að ég veit ég mun hafa meira en nóg að gera.“ Hann er t.d. duglegur við að spila golf og Jón Birgir, sem var móts- stjóri á nýafstöðnu Arctic Open- móti, bendir á að Doddi sé með mun lægri forgjöf en hann, þannig að hann sé vel liðtækur á golfvellinum. Þeir komast svo að þeirri sameig- inlegu niðurstöðu að ekki sé óeðli- jegt þó að sá eldri sé með lægri forT gjöf; Þórarinn er nefnilega gamall landsliðsmaður í golfi. Lék á HM í sveitakeppni árið 1970, sama ár og Jón Birgir fæddist. Þórarinn nefnir af þessu tilefni dæmi um það sem hann minntist á áður, að fólk hefði ekld átt mikið í gamla daga. „Þegar ég fór á HM í golfi átti ég tvennar buxur, einar til að spila í og aðrar til að vera í á kvöldin!" Jón Birgir var nú síðast aðstoðar- maður bæjarstjórans á Akureyri og verkefnastjóri bæjarráðs og þar áð- ur framkvæmdastjóri mannauðslínu IMG.________________________

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.