Morgunblaðið - 01.07.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 35
ÞORGEIR
HARALDSSON
+ Þorgeir Haralds-
son fæddist á
Akranesi 27. desem-
ber 1935. Hann and-
aðist í Sjúkrahúsi
Akraness 21. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Harald-
ur Kristmannsson,
bifreiðasljóri, f. 2.8.
1893 á Akranesi, d.
13.12. 1973, og Jóna
Þorleifsdóttir, hús-
móðir, f. 12.5. 1897 á
Kvíarholti í Holtum,
d. 22.9. 1992. Eldri
bróðir Þorgeirs er
Helgi Kristmann Haraldsson, f.
13.10. 1933. Kona hans er Ásthild-
ur Einarsdóttir, f. 20.3.1933.
Hinn 11.12. 1965 kvæntist Þor-
geir Guðríði Halldóru Halldórs-
dóttur, húsmóður, f. 14.6. 1942 á
Akranesi. Foreldrar hennar eru
Halldór Guðmundsson, skipstjóri,
f. 19.5. 1911, á Akra-
nesi, d. 1.3. 1989, og
Guðríður Halldórs-
dóttir, húsmóðir, f.
9.5. 1915 í Bolungar-
vík. Börn Þorgeirs og
Guðríðar eru: 1) Jón
Þór, vélstjóri, f. 11.8.
1965, maki, Vilborg
Helgadóttir, kennari,
f. 21.3. 1971. Börn
þeirra eru Helgi, f.
27.8. 1997, Eva María,
f. 21.3.1999, og dóttir,
f. 20.6. 2005. 2) Anna
Júlia, hársnyrtimeist-
ari, f. 9.4. 1969, maki
Alexander Eiríksson, fram-
kvæmdasljóri, f. 7.1. 1965. Börn
þeirra eru Andri Geir, f. 16.6.
1990, og Ástþór Ýmir, f. 25.3.
1999. 3) Halldór Geir, fram-
kvæmdastjóri, f. 6.11. 1970, maki
Bryndís Þórarinsdóttir, húsmóðir,
f. 26.9. 1971. Börn þeirra eru
Okkur böm, tengdabörn og
barnabörn langar að minnast í fáum
orðum fóður okkar, teiigdaföður og
afa sem er nú látinn eftir langa og
stranga baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Geiri eins og við tengdabörnin
kölluðum hann var ekki sú mann-
gerð sem barði sér á brjóst og
ræddi um eigið ágæti. Þeir sem leit-
uðu til hans vita manna best hvaða
mann hann hafði að geyma. Við sem
stóðum honum næst vissum hvaða
mannkostum hann var gæddur.
I hugum okkar streyma fram
margar og ljúfar minningar um góð-
an föður, svo sem ferðir í sumarbú-
stað fjölskyldunnar þar sem pylsur
voru grillaðar á eldi og margt
skemmtilegt var brallað. Skíðaferð í
Kerlingarfjöll þar sem hann var lík-
lega best klæddi skíðamaðurinn í
brekkunum, í skyrtu og með bindi.
Þar ætlaði hann sér sko ekki að fara
á skíði en endaði á að skíða manna
mest.
Velferð fjölskyldunnar var honum
efst í huga og þá ekki síst barna-
bamanna. Við minnumst allra
þeirra matarboða sem við sóttum á
Bjarkargrundina hvort sem var um
stórhátíðir eða ekki þar sem hann
sat við borðsendann stoltur af börn-
um sínum og barnabörnum. Eftir að
bamabömunum fjölgaði sat sá elsti
með þeim yngstu og minnast þau
þeirra stunda með gleði.
Alltaf var hann reiðubúinn að
rétta fram hjálparhönd og minn-
umst við með þakkarhug allrar
þeirrar aðstoðar sem hann veitti
okkur t.d. þegar við stóðum í hús-
byggingum þar sem hann eyddi
ófáum dögum við ýmiss konar verk.
Um leið opnuðu pabbi og mamma
heimili sitt fyrir okkur þannig að
við höfðum samastað meðan á hús-
byggingum stóð.
Fyrir þrettán áram veiktist pabbi
af hvítblæði sem hann sigraðist á. í
sigurvímunni uppgötvaðist krabba-
mein á nýjum stað sem Ijóst var að
ekki yrði læknað. Hófst þá bardag-
inn að nýju sem skyldi háður með
sama krafti og fyrr með það að
markmiði að ná sem flestum góðum
árum. Það tókst honum því á þess-
um tíma náði hann að sjá átta
barnabörn bætast í hópinn við þetta
eina sem komið var. Níunda barna-
barnið, lítil stúlka, fæddist aðeins
degi áður en pabbi dó og von er á
því tíunda á hverri stundu. Á þess-
um tíma náðu þau mamma einnig að
ferðast til fjölda landa sem þau
höfðu mikið gaman af.
Alltaf bar hann veikindi sín með
reisn og í hljóði. Alltaf var til ein-
hver sem hafði það verr en hann að
honum fannst. „Af hverju ætti ég að
sleppa frekar en aðrir,“ eru orð sem
segja mikið um æðruleysi hans og
persónu. Hann fór í gegnum veik-
indi sín með reisn, vissi betur en við
að hverju stefndi.
I öll þessi ár naut pabbi stuðnings
mömmu sem stóð við hlið hans sem
klettur til hinstu stundar. Hún bar
hag hans ávallt fyrir brjósti og
sýndi einstaka þolinmæði og um-
hyggju í hans garð.
Síðastliðnar vikur hrakaði pabba
ört og var það okkur fjölskyldunni
mikið áfall. Á þeim tíma sýndi fjöl-
skyldan mikla samheldni og þegar
lokabaráttan hófst var hann um-
kringdur ástvinum sínum allt þar til
yflr lauk. Hann var sáttur við að
kveðja að loknu góðu lífsverki.
Okkur fjölskylduna langar að
þakka starfsfólki Sjúkrahúss Akra-
ness fyrir einstaklega kærleiksríka
umönnun.
Elsku pabbi, tengdapabbi og afi,
hvíl í guðs faðmi, ógleymanleg er
ævi þín. Þín verður sárt saknað.
Jón Þór og Vilborg, Anna og
Alexander, Halldór og Bryndís,
Hrönn og Bjarni og barnabörn.
Mig langar að minnast afa míns í
nokkrum orðum en ég var svo hepp-
inn að fá að eiga með honum 15 ár.
Afi dó aðeins fimm dögum eftir 15
ára afmælisdaginn minn. Eg man
vel þegar ég heimsótti hann daginn
fyrir afmælið mitt en þá var hann
orðinn mikið veikur en ég vissi ekki
þá að hann myndi deyja aðeins
nokkrum dögum seinna.
Eg kom oft í heimsókn til afa og
ömmu og ekki síst þegar ég var í
skólanum vegna þess að ég borðaði
hjá þeim í hádeginu. Þá töluðum við
afi oft saman um allt milli himins og
jarðar. Við afi náðum alltaf vel sam-
an og minnist ég með söknuði
margra góðra stunda með honum.
Það er skrítin tilfinning að afi sé
ekki lengur á Bjarkargrundinni og
hann komi aldrei aftur í afinæli eða
mat heim til mín.
Elsku afi, ég vona að þú sért
kominn á góðan stað þar sem þér
líður vel. Eg sakna þín.
Þinn
Andri Geir.
Góður drengur, Þorgeir Haralds-
son, er nú allur. Það er með söknuði
sem hann er kvaddur hinstu kveðju
því sjónarsviptir er litlu samfélagi
að þeim öðlingsmanni sem Þorgeir
var og verður í minningunni. Örlög-
in höguðu því svo að honum var
ekki ætlað að njóta í friði daga með
konu sinni, fjölskyldu og vinum þeg-
ar daglegt amstur var að baki, held-
ur beið hans glíma við sjúkdóm sem
að lokum hafði betur. Ekki er spurt
að réttlæti eða sanngirni þegar sá
sjúkdómur knýr dyra sem Þorgeir
barðist við, en vonin var sú að Þor-
geiri auðnaðist að eiga það ævikvöld
sem hann hafði svo sannarlega unn-
ið til.
Þorgeir Haraldsson var um árabil
framkvæmdastjóri og einn eigenda
Steypustöðvar Þorgeirs og Helga
hf., alinn upp á þeim vettvangi og
skilaði alla tíð einstöku og góðu
verki. Við starfslok skiluðu hann og
Helgi bróðir hans góðu fyrirtæki til
sona sinna, sem hafa af áræði þróað
vandaða og hugvitsamlega eininga-
húsaframleiðslu. Alla tíð voru sam-
skiptin við Þorgeir einstök og eft-
irminnileg þó svo að hvor þyrfti að
Snær, f. 21.12. 1997, Eik, f. 24.10.
2000, og Nói, f. 28.8. 2002. 4)
Hrönn, tanntæknir, f. 30.5. 1973,
maki Bjarni Friðrik Bragason, há-
skólanemi, f. 15.3. 1973. Dóttir
þeirra er Þorgerður, f. 19.10.
2003.
Þorgeir ólst upp á Akranesi,
lærði húsasmíði og vann sem húsa-
smíðameistari í nokkur ár, auk
þess sem hann ók Ieigubfl. 1963
stofnaði hann ásamt Helga bróður
si'num fyrirtækið Vinnuvélar sf.,
sem þeir ráku til ársins 1967, er
þeir keyptu fyrirtækið Fell hf. og
sameinuðu fyrirtæki sínu, sem þá
breytti um nafn og hét upp frá því
Þorgeir og Helgi hf. - steypustöð.
Þorgeir var framkvæmdastjóri
fyrirtækisins til ársins 1997, en
starfaði áfram við það til dauða-
dags. Þorgeir sat í stjórnum Sfld-
arverksmiðju Akraness hf., Har-
aldi Böðvarssyni hf., auk Þorgeirs
og Helga hf. Þorgeir var félagi í
Oddfellowreglunni, st.nr. 8, Egill á
Akranesi, og gegndi þar ýmsum
trúnaðarstörfum.
Utför Þorgeirs verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
halda á sínu þegar samið var um
kaup á steypu til gatnagerðar og
fleiri verkefna. Ekki síður voru það
eftirminnilegir tímar að sitja með
Þorgeiri í stjórnum Heimaskaga hf.
og Síldar- og fiskimjölsverksmiðju
Akraness hf. á tímum breytinga og
margar ánægjustundir lifa í minn-
ingunni frá öðrum góðum samskipt-
um og samverustundum. Þorgeir
var alla tíð áhugamaður um sam-
félag sitt á Akranesi og vildi því allt
hið besta. Hann var maður ráðholl-
ur og glöggur, sem kom skoðunum
sínum á framfæri af einstakri ljúf-
mennsku, en þó ætíð þannig að
hlustað var eftir sjónarmiðum hans
og eftir þeim tekið.
Fráfall Þorgeirs, er öllum sem
hann þekktu, bæði efni sorgar og
saknaðar. Eg sendi því þessa hinstu
kveðju í fátæklegum orðum og votta
Dódó, börnum Þorgeirs og fjöl-
skyldunni allri dýpstu samúð. Geng-
inn er góður drengur sem skilur eft-
ir sig farælt og gjöfult lífsstarf,
unnið af dugnaði, hlýju og alúð.
Megi blessun fylgja minningunni
um Þorgeir Haraldsson.
Gísli Gíslason,
bæjarstjóri á Akranesi.
Eg hrökk illilega við þegar ég
hitti Halldór Þorgeirsson þriðjudag-
inn 21. júní sl. á vinnustað mínum
við Suðurgötu á Akranesi og hann
sagði mér að faðir hans, Þorgeir
Haraldsson, hefði látist þá um nótt-
ina. Eg vissi að Þorgeir hafði átt við
veikindi að stríða undanfarin ár en
hafði ekki gert mér grein fyrir að
þau væra orðin svona alvarleg.
Eg kynnist Þorgeiri fyrst þegar
ég var starfsmaður Akraneskaup-
staðar fyrir mörgum árum. Síðan
störfuðum við saman í Oddfellow-
reglunni og áttum saman viðskipti,
þar sem ég hef verið umboðsmaður
Olís hf. á Akranesi mörg undanfarin
ár.
Þorgeir var einn af þessum „orig-
inal“ Skagamönnum. Honum var
ekkert óviðkomandi og hafði mikinn
metnað fyrir hönd Akraness og vildi
hag bæjarins sem mestan og best-
an. Hann hafði m.a. mikinn áhuga á
mannlífinu hér á Skaga og þá ekki
síst á atvinnumálum enda rak hann
ásamt bróður sínum um áraraðir
eitt myndarlegasta fyrirtækið á
Akranesi, Steypustöð Þorgeirs &
Helga hf.
Þorgeir sat í stjórn nokkurra
fiskvinnslufyrirtækja hér á Akra-
nesi. Fyrst hjá Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðju Akraness hf. og Héima-
skaga hf. og síðar í stjóm Haraldar
Böðvarssonar hf. um áraraðir. Þeir
hafa sagt mér það þeir Óli heitinn
Kr. Sigurðsson, fyrrverandi for-
stjóri Olís hf., og Einar Benedikts-
son, forstjóri Olís hf., sem sátu með
Þorgeiri í stjórn fyrrnefndra fyr-
irtækja, að hann hafi alltaf haft
mikinn áhuga á að reksturinn gengi
sem best í þessum fyrirtækjum,
bæjai-búum og Akraneskaupstað til
góðs og hann hafi verið mjög virkur
og áhugasamur stjórnarmaður.
Ég ætla mér ekki að rekja ævi-
feril Þorgeirs Haraldssonar. Það
gera aðrir sem betur til þekkja. Ég
vil hins vegar þakka honum trúnað
við mig í mínu starfi sem bæjarfull-
trúa þar sem hann gaf mér margar
hreinskiptnar ábendingar um það
hvað mætti betur fara í rekstri okk-
ar bæjarfélags. Þá vil ég einnig
leyfa mér f.h. Olíuverslunar Islands
hf. að þakka Þorgeiri Haraldssyni
fyrir einstakan trúnað og velvilja í
garð fyrirtækisins. Það hefur verið
ómetanlegt að hafa viðskiptavin
eins og Þorgeir Haraldsson og fyr-
irtæki hans í viðskiptum í yfir 50 ár,
sama á hverju hefur gengið í þjóð-
félaginu þá hefur okkur hjá Olíu-
verslun Islands hf. alltaf verið sýnt
sama traustið.
Sá sjúkdómur er harður sem tek-
ur Þorgeir Haraldsson frá eigin-
konu og fjölskyldu, svona háan,
sterkan og myndarlegan mann. Við
Sigga vottum Dódó, börnunum, fjöl-
skyldu og ættingjum Þorgeirs okk-
ar dýpstu samúð og biðjum góðan
Guð að blessa þau um ókomna tíð.
Gunnar Sigurðsson.
Fallinn er í valinn langt um aldur
fram Þorgeir Haraldsson húsa-
smíðameistari. Hann hafði um langt
árabil, ásamt bróður sínum Helga,
rekið steypustöð undir nafninu Þor-
geir og Helgi. Reksturinn gekk með
miklum ágætum. Fyrirtækið óx og
dafnaði í höndum þeirra. Nú á
seinni árum bættu þeir við fram-
leiðsluna steypueiningum sem þeir
nefndu „Smellinn“ og urðu þær
mjög vinsælar. Synir þeirra beggja
hafa nú tekið við rekstrinum.
Þorgeir hafði um margra ára
skeið átt við illvígan sjúkdóm að
stríða sem að lokum lagði hann að
velli.
Þorgeir Haraldsson var karl-
menni svo mikið að af bar. Hann
var vinafastur maður og lagði öllum
góðum málum lið. Hann var grand-
var í orðum. Aldrei heyrði ég hann
hallmæla nokkrum manni. Það var
gott að eiga slíkan öðling að vini.
Um tuttugu ára skeið höfum við
nokkur hópur úr Oddfellowreglunni
á Akranesi ferðast saman. Nefndum
við okkur „Apavatnshópinn" sökum
þess að fyrstu árin, sem við ferð-
uðumst saman, gistum við í bústað
símamanna við Apavatn. Við höfum
lagt leið okkar til ýmissa staða víðs
vegar um land og notið samvista tvo
til þrjá daga í senn. Þessar ferðir
eru okkur ógleymanlegar. I ferð-
unum var Þorgeir hrókur alls fagn-
aðar. Fyrir ferðirnar skemmtilegu
vil ég fyrir hönd Apavatnshópsins
þakka honum góðar og glaðar
stundir sem geymast munu í minni
okkar reglubræðra hans.
Dódó mín. Missir þinn er mikill.
Þið Þorgeir voruð óaðskiljanleg.
Ævinlega voruð þið eins og nýtrú-
lofuð. Mættu margir taka sér til
fyrirmyndar einstaklega fallegt
samband ykkar. Ég veit að minn-
ingin um mikinn sómadreng mun
ylja þér á þeim erfiðu stundum sem
framundan eru. Við biðjum góðan
Guð að styrkja þig og blessa um
ókomna tíð.
Við vottum þér, börnum ykkar,
barnabörnum og öðrum ættingjum
og vinum dýpstu samúð.
Fyrir hönd Apavatnshópsins,
Hörður Pálsson.
Góður vinur, Þorgeir Haraldsson,
er látinn.
Hann hefur fengið hvíld frá erf-
iðum veikindum. Það er ekki ætlun
mín að rekja ævi Þorgeirs heldur
færa honum þakkir fyrir samfylgd-
ina síðustu áratugina.
Þorgeir var vinur vina sinna.
Jafnan var hann tilbúinn að aðstoða
og veita liðsinni ef svo bar við. Rétt-
lætiskennd var honum í blóð borin
og trúr var hann hverju sem hann
tók sér fyrir hendur. Stundum verð-
ur vinátta manna svo sterk að hún
virðist órjúfanleg hvað sem á dynur.
Þannig var okkar vinátta.
Þegar ég lít til baka minnist ég
margra skemmtilegra stunda er við
áttum saman. Við ræddum málin oft
á léttum nótum og létum allt flakka
sem upp í hugann kom.
Okkar samstarf hófst með því að
við byggðum saman nokkur hús og
varði það samstarf í ein fimm ár. Þá
skildust leiðir er þeir bræður stofn-
uðu Steypustöðina Þorgeir og Helgi
hf. og ráku þeir hana í mörg ár.
Okkur Ingu fannst ánægjulegt að
umgangast þau hjón Guðríði og
Þorgeir ásamt Katrínu og Braga en
þessi hópur hefur haldið saman í
hartnær fjörutíu ár.
Hópurinn hefur farið tvist og bast
yfir sumarið, en haustið og veturinn
tengt okkur saman á ný. Við minn-
umst leikhúsferða, Vínartónleika,
gönguferðanna í Garðalundi í hart-
nær tuttugu ár. Einnig ferðanna er-
lendis, Þýskaland, París, Vínarborg
og Mallorka, allt voru þetta dýrðar
stundir og þakka samveruna.
Þorgeir gekk til liðs við Oddfell-
owregluna 1970. Þar undi hann hag
sínum mjög vel, enda er þetta fé-
lagsskapur sem hentaði honum.
Hann var kjörinn til margvíslegra
trúnaðarstarfa innan Reglunnar og
gegndi þeim af mikilli samvisku-
semi. Reglan þakkar honum af al-
hug öll þau góðu störf sem hann
innti af hendi fyrir st. nr. 8, Egil.
Þorgeir var mikill gæfumaður í
sínu fjölskyldulífi. Hann eignaðist
góða konu sem stóð við hhð manns
síns í blíðu og stríðu. Þau eignuðust
fjögur börn og barnabörnin eru að
fylla tuginn.
Það er mikill missir að missa ást-
vin en minningin um góðan mann og
fóður lifir.
Við í gönguhópnum vottum fjöl-
skyldunni og öðrum nánum ættingj-
um dýpstu samúð okkar.
Þórhallur Björnsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við vottum Dódó, Jóni Þóri, Önnu
Júlíu, Halldóri Geir, Hrönn og fjöl-
skyldum þeirra okkar dýpstu samúð
á þessum sorgartímum.
Drottinn blessi ykkur öll og
minningu Þorgeirs.
Starfsfólk Þorgeirs &
Helga, Akranesi.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Sfieyar ancfíaí der að fiöncfum
Qnnumst aíla þœtti útjararinnar
m:
UTFARARSTOFA
\ S KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is