Morgunblaðið - 01.07.2005, Side 40

Morgunblaðið - 01.07.2005, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ _____________________FRÉTTIR____________________ Gagiirýiiir fréttaflutning af Dettifossmáli MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Erni Gunnlaugssyni, eiganda fyrirtækis- ins Bindis ehf.: „Tilefni bréfs þessa er fréttaflutn- ingur DV, Fréttablaðsins og Stöðvar 2 af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu Dettifossmáli sem kveð- inn var upp föstudaginn 24. júní síð- astliðinn. Undirritaður er eigandi fyrirtækisins Bindis ehf. sem dregist hefur inn í fréttaflutning af þessu máli án þess þó að eiga aðild að því. Ofangreindir fjölmiðlar skýrðu frá umræddum dómi með þeim hætti að skilja mátti að fram- kvæmdastjóri Bindis ehf. Eiður Thorarensen hefði verið dæmdur í 40.000 króna sekt vegna aðildar að smygli á fíkniefnum sem falin voru í loftpressu sem send var til landsins á nafn Bindis ehf. sem móttakanda. I fréttaflutningi var því jafnvel lýst að framkvæmdastjórinn hefði skipu- lagt innflutninginn og ætlað að taka á móti sendingunni en hefði hins vegar hætt við þegar hún barst til Islands og væri hin milda refsing af þeim sökum. Sé dómurinn hins veg- ar lesinn þá mega menn skilja að sekt þessi er vegna vörslu 5 gramma af hassi sem ákærði vísaði lögreglu á við húsleit. Eftir að hafa kynnt sér umræddan dóm veltir maður því fyrir sér hvem- ig fólk sem hefur atvinnu sína af því að flytja fréttir geti lagst svo lágt að skýra svo ranglega og villandi frá staðreyndum að ekki verði hjá því komist að neytendur geri sér kol- ranga hugmynd um þá atburði sem fjallað er um og raunverulega áttu sér stað. Staðreyndir málsins em eftirfar- andi: Eftirfarandi ákæraliðir eru teknir úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur: Ákæmliður 1: Ákærði, Eiður er ákærður fyrir að hafa notað aðstöðu sína hjá Bindi ehf. og samþykkt að umrædd fíkni- efni yrðu send til landsins falin í vörusendingu merktri Bindi ehf. og hafí hann átt að sækja umrædda sendingu og sjá um að hún fengi toll- afgreiðslu. Niðurstaða ákæmliðar 1: ... er ósannað að ákærði hafi gerst sekur um háttsemi þá sem hann er ákærður fyrir í þessum kafla ákær- unnar og ber því að sýkna hann. Ákæruliður 5: Ákærða, Eiði er gefið að sök brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa haft í vörslum sínum 5,06 g af hassi sem ákærði framvís- aði lögreglu við húsleit. Niðurstaða ákæruhðar 5: Sannað er með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi... Er brot ákærða rétt fært til refsiákvæða í ákærunni. Nefndir fjölmiðlar í bréfi þessu hafa unnið ötullega að því allt frá því að umrædd fíkniefni fundust við leit tollvarða síðastliðið sumar og áður en niðurstaða Héraðsdóms Reykja- víkur lá fyrir að gera Bindi ehf. og framkvæmdastjóra þess tortryggi- legan í augum neytenda sinna með nákvæmum lýsingum varðandi fyr- irtækið, nafnbirtingum og jafnvel myndbirtingum. Eftir að umræddur dómur féll hafa fyrrgreindir fjöl- miðlar ekki aðhafst neitt til að skýra jafnnákvæmlega frá niðurstöðu dómsins um hver þáttur fyrirtækis- ins og framkvæmdastjórans var eins og þegar máhð var til rannsóknar og í málflutningi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttaflutningur á þeim nótum sem hér er lýst getur aðeins átt að þjóna öðru af eftirfarandi tvennum tilgangi nema hvorutveggja sé: 1) Að segja sögur sem selja fjöl- miðlana vel og láta sig þá litlu skipta staðreyndir eða raunveru- legt innihald sögunnar. SMkt á að sjálfsögðu ekkert skylt við frétta- mennsku en á miklu frekar heima í jólabókaflóðinu með reyfurum á borð við þá sem Arnaldur Indr- iðason hefur sent frá sér. 2) Að ganga erinda fyrirtækja með eignarhaldi tengdu umrædd- um fjölmiðlum sem selja vöm í samkeppni við Bindi ehf. í því augnamiði að fá viðskiptamenn Bindis ehf. til að fá andúð á fyr- irtækinu og beina viðskiptum sín- um annað og helst til sinna eigna- tengsla. Hafi þetta verið tilgangurinn hefur fyrrgreindum fjölmiðlum orðið vel ágengt. Rétt er að þeir sem því hafa valdið skoði sína samvisku eftir að hafa í raun fellt dóm á undan þeim dóm- stólum sem réttarríki okkar bygg- ir á. Til þeirra fjölmiðla sem hér eiga hlut að máh vil ég beina þeirri kröfu minni að þeir birti umfjöllun um nið- urstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Dettifossmálinu á jafnáberandi hátt og fréttir af málinu meðan það var í rannsókn og nafn Bindis ehf. var dregið að ósekju inn í smygl á fíkni- efnum til landsins. Þess er vænst að fréttaflutningur þessi verði með þeim hætti að neytendum fjöl- miðlanna sé ljóst af umfjöllun þeirra að framkvæmdastjóri Bindis ehf. var sýknaður af þeim ákærulið sem tek- ur á smygli fíkniefnanna til landsins. Þá gerir undirritaður kröfu til þess að Bindir ehf. sé hreinsað af þeim sögusögnum fyrrnefndra fjölmiðla að hafa staðið með einhverjum hætti að innflutningi fíkniefna en eins og fram kemur í dómi héraðsdóms er ekkert sem styður það sem umrædd- ir fjölmiðlar gáfu í skyn meðan á rannsókn málsins stóð. Eg vil benda hlutaðeigandi „fréttamönnum" á að dóm þennan er hægt að nálgast hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og væri ekki úr vegi að þeir kynntu sér efni hans og fjölluðu síðan um hann í samræmi við það sem þar stendur. Þá er undirritaður meira en fús til að útvega þessum að- ilum dóminn sé einhverjum vand- kvæðum bundið að nálgast hann hjá Héraðsdómi Reykjavikur. Undirritaður vill taka það fram að hann vill ekki fyrir nokkurn mun verja gjörðir þeirra sem standa að innflutningi á fíkniefnum og leggja líf fjölmargi'a einstaklinga í íúst og hefur það lengi verið skoðun hans að jafnvel dauðadómur er of væg refs- ing fyrir þessa þrjóta. Á hinn bóginn getur óvandaður fréttaflutningur af glæpamálum gert líf þeiiTa sem dregnir hafa verið inn slíka rann- sókn án þess að vera sekir að hreinu helvíti. Hinum seku er hins vegar ekki vorkunn. Menn ættu þá einnig að velta fyrir sér hve mikla ábyrgð einstakir þingmenn og ráðherrar bera á hömlulausum innflutningi fíkniefna en það er fyrst og fremst sökum þeirra tómlætis að fíkniefni flæða inn í landið nánast án hindr- ana. í þessu sambandi vil ég vísa til gildandi refsinga í SA-Asíu saman- borið við þann gamanleik sem hafður er uppi í þessum málum hér á landi. Þá er það spurning hvað væri hæfileg refsing fyrir þá mannorðs- morðingja sem í nafni fréttamennsk- unnar kjósa að segja spennusögur í formi frétta í stað þess að skýra satt og rétt frá staðreyndum á vandaðan hátt. Það getur verið alveg jafn lúa- legt að segja ekki allan sannleikann eins og að ljúga. Fréttamenn sem og allir aðrir ættu að hafa það í huga að menn eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Svo virðist sem munurinn á frétta- flutningi Morgunblaðsins og Ríkis- sjónvarpsins annars vegar og ofan- gi-eindum fjölmiðlum hins vegar liggi í því að hinir fyirnefndu bera virðingu fyrir æru manna og kunna sér hóf en hinir síðari láta sig slíkt engu varða sjái þeir hagnað eða frama fyrir sjálfan sig. Slíkur frami er þó illa fenginn og verður þá helst til þess fallinn að hinir sömu fái að brenna í helvíti með sölumönnum dauðans þegar þeir kveðja þennan heim. Og þar hefur skrattinn svo sannarlega hitt ömmu sína.“ Raðauqlýsinqar Atvinnuauqlýsinqar Reykjavíkurborg Velferðarsvið Forstöðumaður Laust ertil umsóknartímabundið starf forstöðu- manns Gistiskýlis fyrir heimilislausa. Starfið er til 2ja ára. Gistiskýlinu er ætlað að veita heimilislausum Reykvíkingum næturgistingu og samastað í skamman tíma, meðan verið er að vinna að lausn á félagslegum vanda þeirra sem þangað leita. Óskað er eftir starfsmanni sem hefur reynslu af því að vinna með fólki, sem á við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og skipulega. Áhersla er lögð á góða samskiptahæfni, trúnað og fagleg vinnubrögð. Reynsla af vinnu við félagslega þjónustu æskileg. Launakjör eru skv. kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Skriflegar umsóknir berist Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Tryggvagötu 17, merktar: „Forstöðumaður", fyrir 28. júlí nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. septem- ber nk. Nánari upplýsingar veita EllýA. Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri velferðarþjónustu, og Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri, í síma 411 9000. Netföng: elly.alda.thorsteinsdottir@reykjavik.is og stefania.sörheller@revkiavik.is . » Sumarafieysing/ framtíðarstarf Okkur vantar duglegt fólk í sumarafleysingu við uppvask á kvöldin og framtíðarstarf við ræstingar og þvottahús. Upplýsingar á staðnum og í síma 552 5700. Uppboð Uppboð Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Nesvegur 100, 010201, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Björk Eiösdóttir, geröarbeiðendur íbúðalánasjóöur og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriöjudaginn 5. júlí 2005 kl. 10:30. Seljabraut 22, 205-5647, Reykjavík, þingl. eig. Ármann Gestsson, gerðarbeiöendur íbúöalánasjóöur, Seljabraut 22 húsfélag og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 5. júlí 2005 kl. 11:30. Sýslumaðurinn f Reykjavík, 30. júní 2005. Fyrirtæki Til sölu fasteignasala Áhugasamir sendi upplýsingar á augl.deild Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „Fasteignasala —17320". upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar 569 1100 Nauðunqarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir Bogasíða 1, Akureyri (214-5283), þingl. eig. Gunnar Ævar Jónsson og Kristín Jóna Guömundsdóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfest- ingarbankinn hf., íbúðalánasjóður, sýslumaðurinn á Akureyri og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 6. júlí 2005 kl. 10:30. Fossbrún 6a, stofnhænsnahús 1,01-0101, Dalvíkurbyggð (215-6635), þingl. eig. Marval ehf., gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, Lánasjóður landbúnaðarins og Vátryggingafélag íslands hf., þriðjudaginn 5. júlí 2005 kl. 14:00. Fossbrún 6b, stofnhænsnahús II, 03-0101, Dalvík (225-8513), þingl. eig. Marval ehf., gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, Lánasjóður land- búnaðarins og Vátryggingafélag íslands hf., þriðjudaginn 5. júlí 2005 kl. 14:15. Hafnarbraut 11, sláturhús, 01-0101, Dalvíkurbyggð (226-1795), þingl. eig. Marval ehf., gerðarbeiðandi Dalvíkurbyggð, þriðjudaginn 5. júlí 2005 kl. 15:15. Hafnarbraut 15, iðnaðarhús, 04-0101, Dalvíkurbyggð (215-4891), þingl. eig. Marval ehf, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Vátrygg- ingafélag íslands hf., þriðjudaginn 5. júlí 2005 kl. 15:30. Hafnarbraut 7, iðnaður 07-0101, Dalvíkurbyggð (215-4882), þingl. eig. Marval ehf., gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Lánasjóður landbúnaðarins, þriðjudaginn 5. júlí 2005 kl. 15:00. Hafnarstræti 20, íb. 01-0301, Akureyri (214-6872), þingl. eig. Inga Mirra Arnardóttir og Jórunn Viggósdóttir, gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, miðvikudaginn 6. júlí 2005 kl. 11:00. Hamarstígur 27, Akureyri (214-7079), þingl. eig. Ársæll Kristófer Ársælsson og Aðalsteina Erla L. Gísladóttir, gerðarbeiðendur Aku- reyrarkaupstaður, Húsasmiðjan hf. og íbúðalánasjóður, miðvikudag- inn 6. júlí 2005 kl. 10:00. Sveinbjarnargerði IID, gistihús, 01-0101, Svalbarðsstrandarhreppi (216-0407), þingl. eig. Sveitahótelið ehf., gerðarbeiðandi sýslu- maðurinn á Akureyri, þriðjudaginn 5. júlí 2005 kl. 11:00. Ytra-Holt, lóð, kjúklingahús 01-0101, Dalvíkurbyggð (225-3053), þingl. eig. Marval ehf., gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Lána- sjóður landbúnaðarins, þriðjudaginn 5. júlí 2005 kl. 16:00. Sýslumadurinn á Akureyri, 30. júní 2005. Harpa Ævarsdóttir, ftr. Félaqslíf ferðafélag Islands Morkinní G • simi S6B 2S33 • www.fi.is Laugardagurínn 2. júlí: Bjarnarfell - Biskupstungum - dagsferð, sögu- og skemmti- ferð, ókeypis þátttaka - eigin bil- ar - lagt af stað frá Neðri-Dal í Biskupstungum, skammt frá Geysi í Haukadal. Fararstjóri Ingimar Einarsson, sögumaður Arnór Karlsson. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.