Morgunblaðið - 01.07.2005, Side 46

Morgunblaðið - 01.07.2005, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MENNING MORGUNBLAÐIÐ Þóroddur í FUGL LISTAMAÐURINN Þóroddur Bjarnason opnar sýningu í sýning- arrými FUGLs, Félags um gagn- rýna list, tengdu verslun Indriða á Skólavörðustíg 10, í dag kl. 18. I fréttatilkynningu um sýninguna segir: „Þóroddur er þekktur fýrir að fara ekki troðnar slóðir í list sinni, heldur nýta sér það hráefni sem þarf til að hafa áhrif á mannlegt sam- félag, hvort sem það felst í því að spjalla við fólk til að reyna að vekja álit þess og almennar skoðanir, bjóða því upp á þríhjólaferðir um sýningarsalinn eða halda sýningu sem byggir áþví að láta annan lista- mann sýna.“ I kynningunni segir að list Þórodds fjalli öðru fremur um samskipti og samspil fólks og mögu- leikann á því að hafa áhrif á það án þess að beita þvingun á neinn hátt. „í verki sínu í FUGLi leitar Þór- oddur enn á ný mið, ineð tilvísun í bibliusögulegt minni. I verkinu styðst hann við söguna um toll- heimtumanninn Sakkeus og sam- skipti hans við Krist. í verkinu nýtir Þóroddur rýmið til að lýsa á mynd- rænan hátt í orðum þeirri stundu þegar ómöguleg samskipti og teng- ing myndast, þegar eitt orð eins og klýfur mannfjöldann til að skapa grundvöll fyrir samræðu og sam- skipti." Sýningin stendur til 31. júlí og er opin frá mánudegi til föstudags kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11—16. ----------------- Ráðin prófess- orvið LHÍ SIGRÍÐUR Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin prófessor í þrívíðri hönn- un við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Islands. Sigríður lauk B A-gráðu í þrívíðri hönnun frá West Surrey College of Art & Design árið 1992 og MA-gráðu í hönnun frá Central Saint Martins College of Art and Design árið 1999. Sigríður hefur víðtæka reynslu á sviði hönnunar, bæði erlendis og hérlendis. A ár- unum 1992-98 rak hún eigin hönnunarstofu í Reykjavík og tók að sér fjölbreytt verkefni. Við CSM Design Laboratory í London (1998-99) vann Sigríður að verkefni sínu Framtíðarvasanum, sem hlaut heimsathygli, og á ár- unuml999-2001 starfaði hún hjá fyr- irtækinu E-City í Amsterdam að rannsóknarverkefnum sem tengjast gagnvirkri sjónvarpsnotkun al- mennings. A sama tíma kenndi hún hönnun við Rietveldt-akademíuna i Amsterdam. Frá 2001 til 2003 vann Sigríður hjá fyrirtækinu Red Fig í London. Hún hefur haldið einkasýningar á verkum sínum hérlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. A liðnum vetri gegndi hún starfi fagstjóra 1 þrívíðri hönnun við LHI. Sigríður Sigurjónsdóttir Sumarkvöld við orgelið í ■Hallgnmskirkju 2. júífkl. 12.00: A^attias Wagc»>, ocgcl 3. júlí kl. 20.00: 3ænski spunasnillingui'inn A4«ttias Wagcr lcikuc verk m.a. cftir Bach, 'Pact og Mozart af fingrum fvam Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Þremenningarnir Eiríkur Örn Pálsson trompetleikari, Hörður Áskelsson orgelleikari og Ásgeir Steingrímsson trompetleikari munu koma fram á fyrstu Sumartónleikum í Akureyrarkirkju í ár á sunnudaginn kemur. AF LISTUM Vala Ósk Bergsveinsdóttir Það verður sannkölluð tón- leikahátíð á Akureyri frá og með næsta sunnudegi, því þá hefjast árlegir Sum- artónleikar í Akureyrarkirkju í nítjánda sinn. Fjölbreyttir og sum- arlegir tónar munu hljóma um bæ- inn og bæði heima- og ferðamenn leggja leið sína í kirkju. Fyrstu tónleikarnir voru haldn- ir sumarið 1987 og næsta sumar verða þeir orðnir eitt hundrað talsins. Eins og svo oft áður sækja góðir gestir hátíðina heim í ár og báðu forsvarsmenn hennar Jón Hlöðver Áskelsson að semja verk til frum- flutnings á hátíðinni í tilefni af sextugsafmæli sínu í ár. Afmælisverkið, Da Pacem Dom- ine, verður leikið í hátíðarútgáfu á fyrstu tónleikunum, nú á sunnu- dag, í flutningi, orgelleikarans og bróður Jóns, Harðar Áskelssonar og trompetleikaranna Ásgeirs Steingrímssonar og Eiríks Arnar Pálssonar. • • • ríeykið, Hörður, Ásgeir og Ei- ríkur, hefur starfað saman síðan 1993 í Hallgrímskirkju og síðan hafa þeir spilað við fjölmörg tækifæri. Sumartónleikar í Akureyr- arkirkju hafa verið í samstarfi við Sumarkvöld við orgelið í Hall- grímskirkju undanfarin ár og svo er einnig nú þegar orgelleikarinn Matthias Wager frá Svíþjóð, Sig- urður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson orgelleikari koma fram. Hrefna Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri Sumartónleikanna, segir að alltaf sé reynt að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta og frá öllum tímum tónlistarsög- unnar svo fólk með ýmiss konar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld. JTónleikarnir hafa allt- af verið vel sóttir og fólk er farið að hlakka til 1 maí ef ekki fyrr. £ tónlistarsmekk geti komið og hlustað. Tveir kórar munu halda tón- leika í ár, kór Áskirkju undir stjórn Kára Þormar og Hymnodia, tveggja ára gamall kammerkór Akureyrarkirkju undir stjórn Ey- þórs Inga Jónssonar. Áskirkjukórinn var tilnefndur til Islensku tónlistarverðlaunanna í ár fyrir geisladiskinn Það er óskaland íslenskt og hlaut disk- urinn almennt mjög lofsverða dóma. I kórnum eru fjölmargir Norðlendingar sem koma nú á heimaslóðir til að syngja. • • • að er ótrúlegt hvað margir halda mikilli tryggð við Sum- artónleikana í Akureyrarkirkju ár eftir ár. Tónleikarnir hafa alltaf verið vel sóttir og fólk er farið að hlakka til í maí ef ekki fyrr. Við fáum jafnvel fyrirspurnir um hvað muni vera á dagskránni löngu áð- ur en tónleikaröðin hefst,“ segir Hrefna. Tónleikarnir eru bæði vel sóttir af Islendingum og útlendingum og fjölmargir innlendir ferðamenn koma ár hvert enda er grundvall- arhugmynd tónleikahaldara sú að bæði heimamenn og ferðamenn geti hlýtt á fjölbreytta og fallega tónlist yfir hásumarið. Akureyri er mikill menning- arbær ekkert síður en höf- uðborgin og það sést vel á vin- sældum og Iangri hefð Sumartónleikanna. Sumir sem þar fram koma eru ekki að heimsækja tónleikanna í fyrsta sinn og þar að auki dregur hátíðin að sér nýja gesti árlega sem eru spenntir að spila fyrir Norðlendinga og aðra gesti á fallegum sumarkvöldum. valaosk@mbl.is Ljóðahátíð um verslunarmannahelgina Morgunblaðið/Arnaldur Það eru Nýhilistar sem standa fyrir ljóðahátíðinni. Eiríkur Örn Norðdahl, forsprakki hópsins, er fyrir miðju. ÚTIHÁTÍÐIR eru alls ekki það eina sem landsmönnum stendur til boða um verslunarmannahelgina í ár. Þeim, sem vilja forðast umferð- arþunga og fjöldasöng og stunda í staðinn menningarlega afþreyingu innan borgarmarkanna, stendur til boða að taka þátt í ljóðahátíð Nýhil- hópsins. Nýhil mun standa fyrir upplestr- arkvöldum og málþingi 29. og 30. júlí næstkomandi. Nýhil-maðurinn Eiríkur Örn Norðdahl segir hugmyndina hafa komið fram í september á síðasta ári og undirbúning hafa farið á fullt um áramótin. Sjö erlend 1jóðskáld munu koma fram á hátfðinni ásamt einhverjum íslenskum. Þau erlendu skáld sem staðfest hafa komu sína á hátíðina eru Bretinn og pönkskáldið Benny Childish, Bandaríkjamaðurinn Jesse Ball sem þekktur er fyrir ljóðabók sína March Book, Christ- ian Bök frá Kanada, höfundur ljóða- bókarinnar Eunoia, og hin sænsk/ finnska Katarina Gripenberg. Þá verður einnig boðið upp á tón- listaratriði þar sem m.a. Mugison, Fimmta herdeildin og Reykjavík munu koma fram. Upplestrarkvöldin fara fram í Klink og Bank en málþingið verður haldið í Norræna húsinu og þar munu bæði fara fram pallborðs- umræður á ensku milli íslenskra og erlendra ljóðskálda ásamt því að staða íslenskrar samtímaljóðlistar verður rædd á íslensku. Það eru menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg sem styrkja Ijóðahátíðina sem annars er al- gjörlega skipulögð af Nýhil- hópnum. Nýhil hefur starfað í fjögur ár, að sögn Eiríks, og stendur reglulega fyrir ljóðakvöldum í Reykjavík og í Berlín. Þá hefur Nýhil gefið út ýms- ar bækur, þar á meðal Af stríði og Af okkur en þriðja Af-bókin, Af ljóð- um, mun koma út rétt fyrir hátíð- ina. Eiríkur segir öll erlendu ljóð- skáldin mjög spennt fyrir því að koma til landsins og sér hann fram á mikla og skemmtilega ljóðahelgi. Snörurnar og stórhljómsveit í kvöld Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil s. 581 2455 www.krit tglukrain.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.