Morgunblaðið - 01.07.2005, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 01.07.2005, Qupperneq 56
&LYFJA Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBSÍF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTMMBUS, AKUREYRI: KAUmNGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 VERÐ í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ' Bændur deila við Land- græðslu um eignarlönd Eftir Silju Bjðrk Huldudóttur silja@mbl.is DEILUR hafa risið milli bænda í Rangárþingi ytra og Landgræðslu rfldsins þar sem bændur fara þess á leit að þeim verði skilað jörðum eða hluta úr jörðum sem Landgræðslan leysti til sín með samningum árið 1938 í því skyni að græða upp landið. „Raunar eru áhöld um það að þessi gjömingur haldi yfir höfuð, því það er ekkert frumrit til af þessum samningi. Þetta virðist vera algjörlega ein- hliða uppskrifað af hálfu Landgræðslunnar og síð; an farið með það til þinglýsingar hjá sýslumanni. I þessum samningi gerði Landgræðslan ráð fyrir því að eigendur þessara jarða afsöluðu sér ákveðnum hiuta af jörðum sínum til Landgræðsl- unnar til þess að hún myndi græða landið upp,“ segir Viðar Steinarsson, bóndi á Kaldbaki. Hvorki finnist frumrit af samningum né eiginhandarskrift þeirra bænda sem um ræðir. „I munnmælum þeirra manna sem málið um ræðir þá var alltaf Fullkomlega löglegt „LANDEIGENDUR á Kald- baki hafa óskað eftir að fá hluta af landi Víkingslækjar sem afhent var Sand- græðslu Islands til fullrar eignar og umráða árið 1938,“ segir Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri. „Það er samdóma álit landbún- Sveinn Runólfsson aðarráðuneytis og Landgræðslu ríkisins að þetta hafi verið fullkomlega löglegur gjörn- ingur á sfnum tíma og að umrætt land sé því í eigu Landgræðslu ríkisins og því sé Land- græðslunni algjörlega óheimilt að afhenda það öðrum til eignar." Ekkert bendi til annars en að þetta hafi verið „fullkomlega löglegur gjörningur og landið afhent til fullrar eignar og umráða í samræmi við lög sem giltu þá um sandgræðslu.“ jjóst í þeirra huga að þessu landi yrði skilað í tím- ans rás, að þetta væri tekið af Landgræðslunnar háifu til uppgræðslu, en ekki að Landgræðslan ætlaði sér að sölsa undir sig landið eða telja það til eigna.“ I vetui- leitaði Viðar til Landgræðslunnar vegna lands jarðanna Kaldbaks og Þingskála, sem er innan landgræðslugirðingar, og fór þess á leit að hún skilaði landinu, en þeirri umleitan var sypjað. í framhaldinu sendi Viðar málið til landbúnaðar- ráðuneytisins sem í marslok staðfesti úrskurð landgræðslustjóra. Spurður um næstu skref í málinu segist Viðar, í samráði við lögfræðing sinn, ætla að senda málið til umboðsmanns Alþingis. „Við erum ákveðin í því að náum við ekki fram okkar rétti með þeim hætti þá munum við leita hans eftir öllum þeim leiðum sem við mögulega höfum vegna þess að okkur þykir þetta vera valdníðsla af hálfu rfldsstofnunar, að ætla sér að taka yfir eignarlönd með þessum hætti.“ Viðar telur að á Rangárvöllum og í gömlu Landsveit sé um að ræða hluta úr a.m.k. 5-6 jörð- um, sem Landgræðslan hafi leyst til sín. Utanríkisráðherra Taívans á Islandi a Kínverjar mót- mæla og aðvara Eftir Jón Pétur Jónsson og Önnu Pálu Sverrisdóttur UTANRÍKISRÁÐHERRA Taív- ans, Tan Sun Chen, kom til landsins í gær frá Noregi á ferðamannaáritun ásamt öðrum taívönskum farþegum. Kínversk stjórnvöld hafa sent ís- lenskum stjórnvöldum mótmæli <C** vegna komu utanríkisráðherrans. Að sögn Gunnars Snorra Gunn- arssonar, ráðuneytisstjóra utanrík- isráðuneytisins, kemur Chen hingað í einkaerindum en hópurinn sótti um vegabréfsáritun á þeim forsendum að um ferðamenn væri að ræða. Hann segir að ferðamenn frá Taívan hafi ávallt verið velkomnir hingað og í góðri sátt við kínversk stjórnvöld. „Kínversk stjómvöld hafa mót- mælt og varað okkur við, aðallega á þeim forsendum þetta sé ekki einka- heimsókn og beri ekki á líta á hana sem slíka, heldur sé þetta liður í ein- hvers konar ímyndarherferð fyrir Taívan," segir hann. Gunnar Snorri bætir því við að ekki sé um stefnu- breytingu að ræða hjá utanríkis- ráðuneytinu. „I okkar huga er aðeins eitt Kína og þar er höfuðborgin Beij- ing. Aftur á móti höfum við viljað rækta sambandið við þá einstaklinga sem búa í Taipei og nágrenni og vilj- um ekki meina þeim aðgang þegar þeir era hér í einkaerindum. Við leggjum á það ríka áherslu að þetta Ljósmynd/Atli Már Gylfason Gestirnir frá Taívan gáfu ekki kost á viðtölum við komuna til landsins. er ekki opinber heimsókn. Hér er bara einstaklingur á ferð og farið verður með hann sem slíkan.“ I gærkvöldi voru tveir íslenskir þingmenn, fulltrúar viðskiptalífs o.fl. í kvöldverði í Perlunni með gestun- um frá Taívan en Morgunblaðið fékk ekki staðfest hvort utanríkisráð- heri'a Taívans hefði verið í þeim hópi. Bjami Benediktsson, alþingis- maður og formaður allsherjamefnd- ar, staðfesti í samtali í gærkvöldi að hann væri á leið til kvöldverðar í Perlunni, sem Heimir Hannesson, konsúll Taívans, hefði skipulagt fyrir gestina frá^Taívan. Hermann Ott- ósson hjá Útflutningsráði sagði að Heimir hefði beðið sig að taka á móti þessum aðilum, sem væru hér í við- skiptaerindum. Fundur yrði klukkan átta 1 dag og með hefðbundnu sniði. Talsmaður kínverska sendiráðsins vildi ekki tjá sig um málið í gær. Morgunblaðið/Árni Torfason Stakk sér í mannhafið FÍN stemning var í Egilshöll í gær þar sem goðin fimm í Duran Duran héldu tónleika sína. „Stemningin var ólýsanleg. Eg held að mér sé óhætt að fullyrða að sjaldan hafi áhorfendahópur sem telur rúmlega 10 þúsund manns verið eins vel með á nót- unuin og sungið eins mikið með,“ sagði Skarphéðinn Guð- mundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, sem var á staðnum. Segir hann þá félaga í Duran Duran hafa leikið nánast öll sín þekktustu lög á 2 klst. prógrammi. „Og uppfylltu þar af leið- andi þær væntingar sem gerðar voru til þeirra. Þeir voru í gríðarlega góðu formi og ekki að sjá að þeir væru nýkomnir saman aftur eftir langt hlé. Simon LeBon lét sig ekki muna um að stinga sér í mannhafið," sagði Skarphéðinn og tók fram að undir lok tónleikanna hefði Simon LeBon síðan tilkynnt að hljómsveitin myndi koma aftur til landsins. Morgunblaðið/ÞÖK Morgunblaðið/RAX Sævar Falk Hermundarson sýnir vinnu- félögum sínum dýrið sem hann fann. Risaskeri í fjörunni í Hafnarfírði STARFSMENN unglingavinnunnar í Hafnarfjarðarbæ rákust á undarlegt fyr- irbæri við vinnu sína í gær við bátaskýlin í fjöru miðbæjarins. Það var Sævar Falk Hermundarson sem fann um 30 senti- metra langt dýr liggjandi á milli steina. Hann sagði að það hefði ekki hreyft sig mikið en dýrið er loðið og líkist helst risa- stórri margfætlu. Guðmundur Víðir Helgason sjávarlíf- fræðingur telur dýrið vera svokallaðan risaskera, en hann er frekar sjaldséður. I svari Jóns Más Halldórssonar við spurn- ingu á Vísindavef Háskóla Islands kemur fram að risaskeri telst til burstaorma og getur hann orðið fáeinir tugir sentimetra að Iengd. Burstaormar eru algengir sjáv- arhryggleysingjar og hafa meira en 6000 tegundir fundist. Þeir tilheyra fylkingu liðorma, en það sem greinir þá frá öðrum ormlaga dýrum er að líkami þeirra er lið- skiptur. Einkennandi fyrir líkamsbygg- ingu burstaorma fyrir utan liðskiptan lík- amann eru totur og áberandi burstar sem ormarnir draga nafn sitt af. Segir Jón loks að burstaormar séu gríðarlega fjölskrúð- ugur hópur dýra og verðugir athygli þeirra sem áhuga hafa á að kynna sér líf- ríkið í fjörum hérlendis. Risaskerinn sem krakkarnir fúndu var stór. Skeljungur og Olís undir- búa stefnur BÆÐI Skeljungur og OIís eru að undirbúa stefnu á hendur ríkinu og samkeppnisyf- irvöldum, líkt og Olíufélagið Esso, sem telur sig ekki hafa haft ávinning af meintu verð- samráði. Samkvæmt upplýsingum frá lögmönnum félaganna er verið að undirbúa þessa máls- höfðun og hefur þingfesting málanna ekki verið dagsett. Hafa félögin frest til að höfða mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar til lokajúlímánaðar. Stefna Kers, fyrir hönd Esso, var þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorg- un.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.