Úrval - 01.03.1975, Page 31
SJlAMÍUliU'
Þekktur prestur ræðir ráðgátur lífsins.
29
Hvenær
á maður að segja:
„Fyrirgefðu"
VINCENT PEAL
avöld eitt fyrir nokkr-
um árum kom ég heim
þreyttur og leiður eftir
árangurslausa mála-
miðlun í hiúskapar-
rnáli.
„Óskandi, að einhver gæti gefið
mér töfraformúlu til bjargar þess-
um brestandi hjónaböndum,“ stundi
ég.
Faðir minn, gamall prestur, var
í heimsókn hjá okkur og sagði:
„Ég kann eitt ráð, og það er að-
eins eitt orð: „Fyrirgefðu".
Reyndu það og sjáðu hvað ger-
ist.“
Ég fór að ráðum hans, og satt
var það, orðið gat flutt fjöll. Ég
notaði þetta ávallt síðan, meðan ég
fékkst við hjúskaparráðgjöf. Þegar
ósátt hjón komu til mín, sagði ég
einslega við hvort fyrir sig:
„Ég skil, að þú hefur átt í mik-
illi baráttu, en segðu mér nú í
fullri hreinskilni, hvers þú iðrast
helst, sem þú hefur sagt eða gjört.“
Alltaf fékk ég einhverja játn-
ingu um mistök og reiði, þótt nöld-
ur fylgdi með. Svo bað ég þau bæði
að vera viðstödd og endurtaka það,
sem þau höfðu sagt mér.
Jafnvel sárasta gremja og reiði
sjatnaði með þessari aðferð, og of-
urlítill iðrunarvottur hafði áhrif
til bóta.
Sönn afsökun er meira en viður-
kenning á mistökum. Hún er um
leið játning þess, að eitthvað, sem