Úrval - 01.03.1975, Page 111
„ÞAÐ HEFUR LIÐIÐ YFIR . . .
109
Comanche vélin lenti harkalega
og hoppaði upp á ný. Þegar hún
lenti aftur, brotnaði lendingarstell-
ið og skrúfan grófst ofan í stein-
steypuna með brothljóði og neista-
regni. Flugvélin stöðvaðist með
rykk, og það rauk úr skemmdum
dekkjunum. Martha rykkti upp
hurðinni og hrópaði: „Flýtið ykkur
út úr vélinni.“ Ballew dró líkama
Bills út á vænginn á vélinni og lét
hann falla í hendur áhafnar sjúkra-
bíls, sem allt í einu stóð við hlið
vélarinnar.
Corson lenti á annarri flugbraut
og spurði Smith um málalok.
„Já, hún er komin niður. Það er
allt í lagi með hana!“
Corson kallaði til Mörthu, sem í
rauninni var komin úr vélinni:
„Þetta var vel gert hjá þér vin-
kona!“ Síðan lagði hann aftur af
stað í loftið, eins og hann hefði
ekkert gert, oð tók stefnuna i norð-
ur, til að halda áfram því flugi,
sem hann hafði upphaflega ætl-
að í.
Þau höfðu flogið saman í eina
klukkustund og tuttugu mínútur.
Fimmtán mínútum eftir að Mart-
ha hafði lent, var gersamlega ólend-
andi í McGuire.
Á sjúkrahúsi, skammt frú flug-
vellinum, var það staðfest, sem
Dwain Ballew vissi strax á fyrstu
mínútum flugsins. Waite hafði dá-
ið þegar í stað. Ástæða: Blóðtappi
í kransæð.
„Ég held, að ég hafi alltaf vitað
það,“ sagði Martha seinna, „en ég
leyfði mér ekki að hugsa um það.
Ég varð að einbeita mér að flug-
inu. En þegar við vorum komin
upp fyrir skýin, hafði ég þá und-
arlegu tilfinningu, að Bill fylgdist
með mér og hjálpaði mér að fljúga
vélinni. Ég held enn, að það hafi
verið svo.“
☆
Frænka mín, tæplega níræð, hafði fengið sér konu til að búa
hjá sér. Ég var forvitin að frétta hvernig gengi.
„Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af matseld, tiltekt, þvottum eða
innkaupum,“ sagði hún. „Ég er vel snyrt, hárið greitt, ég þarf í
rauninni ekki að gera neitt, nema ég kæri mig um það.“
Hún hafði verið fullfær um að bjarga sér, þar til hún varð 88
ára, svo ég hafði lúmskan grun um að einhverjir þyrnar væru á
þessari rós. Svo ég spurði: „Hvernig líkar þér svo félagsskapur-
inn?“
Það hnussaði í þeirri gömlu: „Ég hef engan félagsskap, ég hef
framkvæmdastjóra.“
J.M.