Úrval - 01.03.1975, Page 11
NAUÐGUN OG ALLAR HENNAR OGNIR
9
en 70 af hundraði þeirra kvenna,
sem nauðgað hafði verið, voru
undir þrítugsaldri, og meðalaldur
þeirra reyndist 19.6 ár. Konur, sem
verða að vera á ferli um nætur,
eins og hjúkrunarkonur og þjón-
ustustúlkur, eru í sérstakri hættu.
í meira en 90 prósent allra nauðg-
ana á fólk af sama litarhætti í
hlut, svartur gegn svörtum, hvít-
ur gegn hvítum.
Erfitt er að alhæfa nokkuð um
nauðgara, útlit þeirra og eðlisfar.
Samt taenda rannsóknir Amirens á
nokkur sameiginleg einkenni og
persónuleika. Það sem hann taldi
nokkurn veginn sameiginlega drætti
í mynd nauðgarans var, að hann
væri á aldrinum 15—25 ára, ein-
hleypur, atvinnulaus og reikull í
ráði. með lágar tekjur og litla
menntun. Hann er yfirleitt ekki yf-
ir meðallag æstur kynferðislega og
vantar ekki öðrum fremur tæki-
færi til kynnautnar. En hann er
yfirleitt kominn frá niðurbrotnu
heimili, þar sem öll forvitni um
kynlíf var bæld, og persónuleik-
inn er oftast markaður stjórnleysi,
hömluleysi, sadisma og uppreisn-
arhugmyndum gegn samfélaginu
öllu.
HVER ER FYRIR DÓMSTÓLUM?
Til að gera sér hugmynd um ógnir
nauðgunarafbrota og niðurlægjandi
afleiðingar þeirra, er rétt að fylg.i-
ast með málum Carols, sem hér
var nefnd í upphafi.
Stynjandi og titrandi sat hún
eftir um stund í húsasundinu og
íhugaði, hvað gera skyldi, hvort
ekki væri best að þegja um þetta
allt, Að síðustu hringdi hún samt
í lögregluna, og bráðlega birtust
tveir réttvísinnar þjónar, hvort-
tveggja karlmenn. Þeir hófu spurn-
ingar á hendur henni. Hafði hún
séð árásarmanninn áður? Komst
hann alveg að? Fékk hann fullnæg-
ingu? Af hverju kallaði hún ekki
strax á lögregluna?
Síðan stakk lögreglan upp á því,
að Carol færi í sjúkrahús, þar sem
hún yrði nákvæmlega rannsökuð
og fengi rétta meðferð eftir áfail-
ið. Þar eð mörg einkasiúkrahús
vilja ekki taka slík tilfolli að sér
— þau óttast um greiðslur, og
„enginn þar hefur tima til að mæta
fyrir rétti“ — varð Carol að fara
í héraðssjúkrahúsið.
Eftir að skýrsla hafði verið tek-
in af henni í yfirfullri biðstofu,
varð hún að bíða í klukkustund í
innri biðstofu, og einhver læknir
rannsakaði hana að lokum, sem
ekki þekkti neitt til slíkra afbrota
yfirleitt. Hjúkrunarkona gerði
venjulegar ráðstafanir gegn kyn-
sjúkdómum. Enginn virtist svo mik-
ið sem hugleiða sálarástand henn-
ar. Nokkrum vikum seinna kom
síðasta kveðjan — reikningur frá
sjúkrahúsinu — sem hún átti auð-
vitað að borga strax!
Hinn grunaði var handtekinn af
hendingu, og auðvitað krafðist
hann, að hún bæri kennsl á hann
og hún var kölluð fyrir rétt og
látin endurtaka sögu sína hvað
eftir annað. Síðan hófst réttar-
rannsóknin sjálf, sem margar kon-
ur álíta hið allra versta af öllu,
sem þessu við kemur.
Fyrir réttinum var Carol spurð
um kynlíf sitt, andlegt og líkam-