Úrval - 01.03.1975, Page 129

Úrval - 01.03.1975, Page 129
127 „3. MAÍ 1808". Myndin er máluð í tilefni innrásar Napóleons á Spán. Nánar er fjallað um þessa mynd í greininni. ur hafði notið lífsins í ríkum mæli, var nú allt í einu orðinn utanveltu. Nokkur næstu ár gerði hann röð af koparstungum, sem sýndu verur með hausa, sem spruttu út úr löpp- unum á þeim, dverga með risa- vaxnar hendur, gamlar, eineygðar kerlingar, andlitslausar verur vafð- ar í lök, og svo framvegis. Hann málaði einnig myndir með lífi, en allt öðruvísi lífi heldur en var á teppamyndunum hans áður. Hann virtist gagntekinn af öllum mögu- legum skelfingum, sem gætu dun- ið yfir mannkynið, ef skynsemin missti völdin. Það var engin raun- veruleg vorkunn í þessum mynd- um, heldur miklu fremur hneyksl- un á þeim öflum, sem vitandi vits sitja á skynseminni eða afskræma hana. 1808 urðu aftur tímamót í lífi Goya og einnig í sögu Spánar. Kon- ungurinn afsalaði sér völdum og Napóleon sendi herlið sitt til að hertaka Spán. Til að byrja með vingaðist Goya við innrásarliðana, þegar hann sá hvernig þeir hög- uðu sér — með yfirgengilegri eyði- leggingahneigð og miskunnarlausri slátrun — náði samúð hans með venjulegu fólki yfirhöndinni, og hann skildi eftir sig lýsingu á frönsku hersetunni. sem er einhver skelfilegasta og eftirminnilegasta mynd af mannlegri grimmd, sem gerð hefur verið. Þegar frakkar tóku við völdum í Madrid, náðu tveir spánskir liðs- foringjar á sitt vald fallbyssu á hæð uppi yfir borginni og létu kúlnahríðina dynja yfir innrásar- liðið. í refsingarskyni skipaði franski hershöfðinginn svo fyrir, að 5000 íbúar Madrid skyldu skotnir. Aftökusveitin fann heppilegan stað, og í stórkostlegri mynd, sem kölluð er „3. maí 1808“ sjáum við hana að störfum Af frábærri snilli hefur Goya stillt saman andstæðun- um. Annars vegar eru hinir her- skáu, skipulögðu hermenn, en hins vegar óskipulagður hópur vonlausra fórnarlamba. Frammi fyrir frönsku aftökusveitinni hylja fórnarlömbin augu sin eða spenna greipar í bæn; á miðri mynd fórnar maður nokk- ur höndum, svo dauði hans minnir á krossfestingu. Hvíta skyrtan hans er opin, bringan nakin móti riffl- unum, og þetta er eins og hug- ljómun, sem lýsir alla myndina. Þetta er í mínum augum mesta mynd, sem Goya hefur nokkru sinni málað. Þegar leið á ævina fór Goya frá Spáni — sennilega var það afleið- ing af því, að Ferdinand VII komst til valda, hinn þriðji og versti kon- ungur á tímum Goya. Þegar Goya varð áttræður og átti tvö ár eftir ólifuð, skrifaði hann þessi orð: „Ég get ekki séð, skrifað né heyrt — ég á ekkert eftir nema viljann — og hann á ég í yfirgnægtum." ☆
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.