Úrval - 01.03.1975, Page 129
127
„3. MAÍ 1808".
Myndin er máluð í tilefni innrásar
Napóleons á Spán. Nánar er fjallað
um þessa mynd í greininni.
ur hafði notið lífsins í ríkum mæli,
var nú allt í einu orðinn utanveltu.
Nokkur næstu ár gerði hann röð
af koparstungum, sem sýndu verur
með hausa, sem spruttu út úr löpp-
unum á þeim, dverga með risa-
vaxnar hendur, gamlar, eineygðar
kerlingar, andlitslausar verur vafð-
ar í lök, og svo framvegis. Hann
málaði einnig myndir með lífi, en
allt öðruvísi lífi heldur en var á
teppamyndunum hans áður. Hann
virtist gagntekinn af öllum mögu-
legum skelfingum, sem gætu dun-
ið yfir mannkynið, ef skynsemin
missti völdin. Það var engin raun-
veruleg vorkunn í þessum mynd-
um, heldur miklu fremur hneyksl-
un á þeim öflum, sem vitandi vits
sitja á skynseminni eða afskræma
hana.
1808 urðu aftur tímamót í lífi
Goya og einnig í sögu Spánar. Kon-
ungurinn afsalaði sér völdum og
Napóleon sendi herlið sitt til að
hertaka Spán. Til að byrja með
vingaðist Goya við innrásarliðana,
þegar hann sá hvernig þeir hög-
uðu sér — með yfirgengilegri eyði-
leggingahneigð og miskunnarlausri
slátrun — náði samúð hans með
venjulegu fólki yfirhöndinni, og
hann skildi eftir sig lýsingu á
frönsku hersetunni. sem er einhver
skelfilegasta og eftirminnilegasta
mynd af mannlegri grimmd, sem
gerð hefur verið.
Þegar frakkar tóku við völdum í
Madrid, náðu tveir spánskir liðs-
foringjar á sitt vald fallbyssu á
hæð uppi yfir borginni og létu
kúlnahríðina dynja yfir innrásar-
liðið. í refsingarskyni skipaði
franski hershöfðinginn svo fyrir, að
5000 íbúar Madrid skyldu skotnir.
Aftökusveitin fann heppilegan
stað, og í stórkostlegri mynd, sem
kölluð er „3. maí 1808“ sjáum við
hana að störfum Af frábærri snilli
hefur Goya stillt saman andstæðun-
um. Annars vegar eru hinir her-
skáu, skipulögðu hermenn, en hins
vegar óskipulagður hópur vonlausra
fórnarlamba. Frammi fyrir frönsku
aftökusveitinni hylja fórnarlömbin
augu sin eða spenna greipar í bæn;
á miðri mynd fórnar maður nokk-
ur höndum, svo dauði hans minnir
á krossfestingu. Hvíta skyrtan hans
er opin, bringan nakin móti riffl-
unum, og þetta er eins og hug-
ljómun, sem lýsir alla myndina.
Þetta er í mínum augum mesta
mynd, sem Goya hefur nokkru
sinni málað.
Þegar leið á ævina fór Goya frá
Spáni — sennilega var það afleið-
ing af því, að Ferdinand VII komst
til valda, hinn þriðji og versti kon-
ungur á tímum Goya. Þegar Goya
varð áttræður og átti tvö ár eftir
ólifuð, skrifaði hann þessi orð: „Ég
get ekki séð, skrifað né heyrt —
ég á ekkert eftir nema viljann —
og hann á ég í yfirgnægtum."
☆