Úrval - 01.03.1975, Page 65

Úrval - 01.03.1975, Page 65
GLAÐVÆRA GISTIHÚSIÐ HENNAR MÖMMU 63 lega hamingjusöm á svipinn, og eftir hádegismatinn bauð hún mömmu inn á herbergið þeirra, þar sem þær spjölluðu lengi saman. „Hvað gengur eiginlega að þeim?“ spurði pabbi, þegar þau voru að fara í rúmið. „í allan þennan tíma hefur okkur ekki tekist að nudda þeim út, með tilstyrks andskotans og allra hans ára ætluðu þau að vera hér, en nú rjúka þau af stað eins og þessi sama persóna væri á hælunum á þeim. Þetta er þó sann- arlega dularfullt." „Nei, alls ekki,“ sagði mamma. „Hún er vanfær. Hún sagði mér, að hún hefði orðið að vera hér, því ef hún hefði ekki orðið það hérna í húsinu hjá okkur, hefði hún al- drei orðið það.“ „Kvenfólk,“ hnussaði í pabba. „Gat hún ekki orðið ólétt heima hjá sér? Fylgir einhver undramátt- ur þessu húsi?“ „Ef til vill,“ svaraði mamma. „Rose Kane er líka vanfær.“ „Jæja, það var gaman fyrir hana.“ „Og ég er það líka,“ bætti mamma við stuttaralega. „Taki nú allir hauslausir ofan!“ hrópaði pabbi. „Af hverju hefurðu ekki sagt mér það fyrr?“ PABBI VAR AÐ FARAST úr óþolinmæði. Hann vildi halda áfram að velta peningunum, sem hann hafði grætt á lóðabraskinu, í áfram- haldandi viðskiptum. Það voru til dæmis smálóðir, sem hann gat fengið fyrir lítið. Svo var það ís- gerðin. Og svo voru fleiri lóðir í nágrenni háskólans. Mamma hafði líka áhuga á lóða- braskinu. (Hún vildi vera viss um. að peningarnir hans pabba væru notaðir í eitthvað gáfulegt!). „Við VERÐUM að kaupa næstu lóðir,“ sagði hún. „Af hverju verðum við að gera það?“ spurði pabbi. „Ef við gerum það ekki, kaupir herra Schmalz þær.“ „Detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði,“ dæsti pabbi. Schmalz var skósmiður og átti hvorki meira né minna en 11 börn. „Við höfum fengið nóg til að kaupa lóðina og byggja fimm her- bergja hús í viðbót.“ „Hús?“ pabbi varð eitt spurning- armerki. „Já, það gagnar ekkert að eiga auða lóð; við skulum byggja til að græða á því.“ Þau keyptu lóðina og mamma teiknaði húsið; hún var ákveðin í að vera sinn eigin arkítekt og verk- taki. „Ég fylgdist með byggingu húss- ins okkar,“ sagði hún þegar pabbi mótmælti. „Þetta á að vera alveg eins, bara einu herbergi meira. Manstu ekki eftir öllum spurning- unum sem við þurftum að ráða fram úr í það sinn? Ég hef öll svör- in skrifuð hérna í matreiðslubók- ina mína.“ Hún dró fram bókina og inn á milli uppskrifta á hnúðlu- kökum og kökum með einu eggi voru „uppskriftir" hennar á sem- enti, pússningasandi, hlutföllin milli litarefna og olíu í málningu og hve mikinn þaksaum þurfti á hverja plötu. Með bókina í höndunum ræddi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.