Úrval - 01.03.1975, Page 82
80
ÚRVAL
Kl. 3 eftir hádegið hringdi varð-
stöðin til Susan og henni var sagt,
að snjókötturinn hefði komið á
bílastæðið í Bagby en bíll Mclnti-
res hjónanna hefði ekki verið þar.
Þeir ráðlögðu henni að hafa sam-
band við Clakamas lögreglustöð-
ina. Susan talaði þar við Lloyd L.
Ryan, sem skipulagði þegar leitar-
flokk, sem hafði miðstöð í Rippel-
brook skógarvarðarstöðinni.
Kl. 5 hringdi Ryan í Susan og
sagði henni, að þeir ætluðu að leita
um nóttina, ef þörf krefði, með
fjórum snjóköttum og tíu snjóbíl-
um. Ryan hafði einnig samband
við þjóðvarðliðið í Salem og Gale
Goyins, liðsforingi, samþykkti að
hafa Huey þyrlu tilbúna til leitar
strax og rofaði til.
☆
Charles Mock vermdi sig við eld-
inn, sem hann gætti vel að kulnaði
ekki út. Hann var önnum kafinn
allan mánudaginn. Hann hreinsaði
snjóinn frá bílnum sínum, svo hann
sæist úr lofti, og breiddi úr áltepp-
inu í sama tilgangi. Hann vissi, að
hann var um 20 km frá næsta bæ,
og taldi að hann kæmist þangað,
ef hann hefði snjóþrúgur. Hann skar
fjórar ungar furugreinar, sex feta
langar og hófst handa við að sníða
þær til með exinni sinni . . .
☆
Þegar leið á mánudaginn gerðu
Scott og Diana sér vel ljóst í hvaða
háska þau voru stödd. ,,Hvílikt
feigðarflan," sagði Diana.
Scott hafði áhyggjur af hegðun
Diönu. Hún hirti ekki lengur um
að halda á sér hita. Hún hafði óráð
og fátaði með stífum, krepptum
fingrum í átt til Emily og Scott.
Þegar Scott reyndi að tala við hana,
svaraði hún samhengislaust.
Scott vaknaði um nóttina. Diana
lá með opin augu. Hann þreifaði á
púlsinum. Það var enginn æðaslátt-
ur. Hann reyndi að loka augum
hennar, en það tókst ekki. Scott
hugsaði: „Ég verð að þrauka, ég
verð að bjarga Emily.“ Hann bræddi
snjó uppi í sér og gaf Emily með
munn við munn aðferðinni. Fætur
hans voru eins og klumpar, og
hann reyndi að hugsa ekki um Di-
önu.
Á þriðjudagsmorgninum hélt
leitin áfram. Sjálfboðaliðar, ásamt
tveim hjálparsveitum skáta, bætt-
ust við leitarflokkinn á Rippel-
brook varðstöðinni. Alls voru þetta
um hundrað manns. Þetta var
mesta leit, sem gerð hafði verið í
Oregonfylki í áraraðir. En ekkert
fannst.
☆
Charles Mock vann við snjó-
þrúgurnar sínar á þriðjudeginum,
hann rak smiðshöggið á verkið með
því að binda saman greinaendana
með snæri.
☆
Á miðvikudag hlýnaði og birti
til. Kl. 1.10 fór einkaþyrla, leigð af
fyrirtæki því, sem Scott vann hjá,