Úrval - 01.03.1975, Page 46

Úrval - 01.03.1975, Page 46
44 ÚRVAL an hafa sex slíkar stöðvar verið opnaðar í þessari borg. Kristileg félög ungra kvenna hafa stofnað til svona starfsemi á mörgum sviðum og bjóða fjölbreytt- ar æfingar og leiki, tennis, golf og sundiðkanir. Árið 1972 innrituðust 500 þúsund konur í sundflokkana. Til viðbótar má geta þess, að Rauði kross Banda ríkjanna býður nú fólki til íþrótta- iðkana sérstaklega í sundi, en um það sóttu þar 40 þúsund manns í fyrra. Samt eru ennþá alltof fáir, sem eiga slíkra kosta völ. Aðrir — já, margar milljónir manna og kvenna — verða að finna sínar eigin leiðir til heilsusamlegr- ar hreyfingar í smáum stíl og fá- mennum hópum. Á götum borg- anna og þjóðvegum landsins trimm- ar fólk og skokkar á hverjum morgni fyrir morgunverð. Talið er, að sex milljónir manna fari úr bandarískum borgum um hverja helgi upp um fjöll og firn- indi til að flýja menninguna. Skíðaíþróttin er mjög vinsæl í Ameríku, og hundruð skíðaskóla hafa risið síðustu. tvo áratugi allt frá Vail í Colorado til Hvítufjalla í New Hampshire. Snjólaus héruð og fylki eins og til dæmis Georgia verða að láta sér gervisnjó nægja. Alls staðar spretta sömuleiðis upp svonefndar „heilsulindir“ þar sem íþróttahús og tæki eru tekin á leigu fyrir sérstakt gjald árlega til æfinga almenningi, sundlaugar, sauna-böð og steypuböð. Heilbrigðisyfirvöld telja næstum alla eiga völ á einhverju slíku — tækjum og ráðum, á hvaða aldri sem þeir eru, ef áhugi er fyrir hendi. En öllum er ráðlagt að athuga eftirfarandi reglur: Ræðið áform ykkar við lækni og fylgið ráðum hans í framkvæmd. Takið streitupróf, sem margir lækn ar og þjálfarar veita, til að ganga úr skugga um, hvað hver má bjóða sér af líkamlegu erfiði. Byrjið varlega og stig af stigi, aukið æfingar og átök smátt og smátt, eftir því sem kraftar sýna, að sé hæfilegt. Hefjið hvert námskeið eða æf- ingatímabil með léttum byrjunar- æfingum, ljúkið með afslöppun og hvíld. Það veitir aðlögun einkum fyrir hjartað, sem ekki má ofreyna með of örum breytingum. Æfið daglega eða að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku. Fá- einar æfingar með löngu millibili efla ekki hæfni og orku og gera jafnvel meira mein en gagn með því að ofreyna veiklaða vöðva og líkamsvefi. ☆ Bættu ofurlitlu við sannleikann, og þá dregur þú óafvitandi frá honum um leið. Dell Crossword.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.