Úrval - 01.03.1975, Page 13

Úrval - 01.03.1975, Page 13
NAUÐGUN OG ALLAR HENNAR ÓGNIR 11 mýking og óvirðing fylgi, þótt reynt sé jafnframt að halda fram rétti hins ákærða svo sem unnt er. Refsing fyrir slíka árás ætti auð- vitað að vera hliðstæð því, sem gert er ráð fyrir viðvíkjandi öðr- um ofbeldisverkum, þar sem yfir- leitt er forðast úrskurði til margra ára. Lögmenn telja líklegt, að slík linkind mundi leiða til meiri sann- ana, þar eð dómstólar eru að sjálf- sögðu tregir til að dæma menn til dæmis í 40 ára fangelsi eingöngu fyrir vitnisburð læknis og kvart- andi vitna. HINDRUN OG SJÁLFSVÖRN. Samtök kvenna í nauðgunarmálum ættu að leggja enn meiri áherslu á þau atriði, sem orðið gætu til að hindra nauðganir og efla sjálfs- vörn þeirra, sem fyrir þeim verða. Hin fyrstu samtök af þessu tagi voru skipulögð í Washington af fyrrverandi fórnardýrum nauðg- ara. Þar er starfrækt hjálparmið- stöð, sem hægt er að leita til um ýmiss konar aðstoð bæði viðvíkj- andi læknum og lögfræðingum, sjúkrahúshjálp og fleira þess hátt- ar. Miðstöð þessi sendir einnig ein- hvern til fylgdar, þegar stúlka þarf að leita læknis eða lögfræðings í þessum málum. Tugir slíkra sjálf- boðaliða vinna einnig í öðrum borgum og bjóða fram aðstoð sína bæði til að kenna sjálfsvörn og finna opinbera hjálp. Stórt spor í þessa átt yrði skip- un umsjónarkonu, sem hægt væri að leita til í þessum tilfellum, og hún gæti síðan leiðbeint viðkom- andi nauðleitarstúlkum um, hvað heppilegast væri að gera, og við að finna sambönd við hina ýmsu hjálparflokka. Smám saman breytist afstaða fólks til nauðgunarmála. Gamlir fordómar hverfa, ásamt alls konar auðmýkingu, og samúð og skiln- ingur vex að sama skapi. o—o Sé ráðist á þig, þá reyndu að telja manninum hughvarf. Segðu honum, að þú sért þunguð eða veik af kynsjúkdómi. Tefðu fyrir eins og unnt er, ef takast mætti að sleppa eða hrópa á hjálp. Hugsanlegt er að nota hattprjón, lykil, upptakara, penna eða eitt- hvað þess háttar, líklega er þó regnhlíf það helsta. Best er að beina slíkum hlutum að hálsi og andliti. Sé ekkert vopn nothæft, skaltu samt berjast á móti eftir föngum, ef þú finnur, að það hafi eitthvað að segja. Best er að setja hnén upp og sparka milli fóta hans. Ef þú getur losað hendur, skaltu krækja fingrunum í augu árásar- mannsins. Berstu ALDREI á móti, ef hann er vopnaður. ☆ Lof leikur við eyru. Bits and Pieces.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.