Úrval - 01.03.1975, Page 109
,ÞAÐ HEFUR LIÐIÐ YFIR .
107
CORSON: „Fjörutíu og einn Pop.
Við eigum að fara á McGuire her-
flugvöllinn. Ég vil, að þú haldir
þig fyrir ofan skýin, svo ég týni
þér ekki.“
MARTHA: „Flughraðinn er
hundrað og þrjátíu. Er það í lagi?“
CORSON: „Einn þrjátiu og prýði
legt. Líður þér vel?“
MARTHA: „Miðað við kringum-
stæður, já.“
CORSON, ÞÝÐLEGA: „Þetta fer
allt saman vel. Haltu nú bara stöð-
ugum hundrað og þrjátíu og láttu
vélina lækka sig. Gefðu minna ben-
sín og þú finnur, að hún lækkar
sig.“
VAN SWEARINGEN: „McGuire
flugvöllur er nú í stefnu klukkan
tólf frá þér, á að giska sex mílur.
Ykkur er heimilt að lenda á hvaða
braut sem er.“
Niðri á jörðinni höfðu forstöðu-
menn McGuire flugvallar safnað
saman sjúkrabílum, slökkviliði og
öllu því, sem til er tjaldað, þeg&r
búist er við brotlendingu. Sjálf-
virk viðvörunarljós leiftruðu, sí-
renur vældu.
CORSON: „Nú skal ég segja þér,
hvað við ætlum að gera. Við ætl-
um að fljúga einn hring yfir flug-
vellinum. Sérðu þessa breiðu, löngu
flugbraut þarna niðri?“ Einmitt á
þeirri stundu 'nvarf Bonanza vélin
Mörthu.
„Ég er búin að týna þér!“ hróp-
aði hún.
CORSON: „Allt í lagi, bíddu
bara,“ sagði Corson rólega. Svo
kallaði hann Atlantic City. En flug-
vélarnar voru nú komnar út af rad-
arsviði Atlantic City, og Van Swea-
ringen gat ekki lengur hjálpað
þeim. „Snúðu þér að flugturninum
í McGuire," ráðlagði Van Swearing-
en. „Þeir skilja ástandið.11
í flugturni McGuire flugvallar
renndi Philip A. Smith nokkrum
sinnum niður munnvatni sínu, áð-
ur en hann tók að sér stjórnina á
litlu punktunum tveimur á radar-
skerminum. Svo sagði hann: „Fimm
tíu og fjórir Bravo. Við höfum
týndu flugvélina á radarskermi.
Hún er hægra megin við þig í
stefnu á klukkan tvö, þrjár og hálfa
mílu frá þér.
Martha villt og í stefnu á Atl-
antshafið: „Hæðin er þúsund, flug-
hraðinn hundrað og fjörutíu."
CORSON: „Gott er það ljúfan.
Við erum búnir að týna þér. Bíddu
við . . . Við erum búnir að finna
þig! Nú vil ég, að þú gefir minna
bensín. Ekki lækka þig. Gefðu
minna bensín og dragðu að þér
pinnann um leið, svo við töpum
ekki meiri hæð.“
MARTHA: „Gott. Flughraðinn er
nú hundrað og tuttugu.“
CORSON: „Gott er það. Nú beygj
um við til hægri og fljúgum í víð-
an hring utan um flugvöllinn. Svo
vil ég að þú setjir niður lendingar-
búnaðinn. Þegar hjólin eru komin
niður, getur verið að þú finnir að
nefið hefur tilhneigingu til að fara
niður á við. Ef það gerist, taktu þá
ögn í stýrið og bættu við bensín-
gjöfina. Vertu viss um að fara ekki
undir hundrað og tuttugu mílur á
klukkustund . . .“
MARTHA: „Hjólin niðri og læst.
Flughraðinn hundrað og tuttugu.
Hæð níu hundruð fet.“