Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 118
116
sækja byssuna. Hann virti mig'
vandlega fyrir sér. „Það er komin
röðin að mér að halda á byssunni,“
sagði ég.
„Áttu ekki afmæli í dag?“
„Já, en . .
„En hvað? Flokkurinn hefur
ákveðið að gefa þér það í afmælis-
gjöf, að það verði hlaupið yfir þig
með byssuna." Ég byrjaði að mót-
mæla.
„Þegiðu," hreytti Berry út úr
sér. Svo brosti hann. „Til hamingju
með afmælið.“
Þegar við vorum framundan
klukknaturninum í aðalgötunni í
Chichester, glumdi trumban við og
síðan pípurnar. Ég heyrði það, en
ég trúði því ekki. Sekkjapípuleik-
ararnir léku lagið „hann á afmæli
í dag!“ Dorrance lautinant klapp-
aði á bakið á mér. „Til hamingju
með afmælið, félagi! Nú eru að-
eins átta kílómetrar eftir.“
Sagt er, að síðasti kílómetrinn
sé erfiðastur. Ég veit það af eigin
íeynslu. Þegar við komumst svo
langt að við sáum aðsetur okkar.
vætlaði blóðið upp úr skónum mín-
um og fram úr báðum ermalíning-
unum. Ég var farinn að sjá depla
fyrir augunum og gangurinn var
orðinn óstöðugur. EKKI GEFAST
UPP. EITT SKREF ENN. EKKI
DETTA. Ég tautaði þessi orð aftur
og aftur með sjálfum mér. Svo
heyrði ég aftur í sekkjapípunum.
Þær léku lag, sem ég er viss um,
að hefur aldrei heyrst úr þeim áð-
ur, og þetta lag hjálpaði mér þessa
síðustu þjáningárfullu fimm hundr-
uð metra. Lagið var svolítið
skrykkjótt, en það var ekki um að
ÚRVAL
villast. Þeir voru að spila „Yankee
Doodle“.*
Þegar hrópið, sem batt enda á
þessa göngu, loksins kvað við, lét
ég fallast til jarðar. Ég fann, að
einhver laut yfir mig.
„Kelley!“ Ég þekkti að þetta var •
rödd Griffins majórs og reyndi að
rísa á fætur. „Vertu bara rólegur!"
Hönd tók um mína. „Til hamingju
með afmælið, Kelley. Haltu áfram
að sýna þá hörku sem þú hefur
sýnt í dag og þú munt komast
langt.“
Tveimur árum seinna rættist
spádómur majórsins. Ég var send-
ur á liðsforingjaskóla í Kanada og
fékk stöðuhækkun. Dag nokkurn,
þegar ég var í leyfi áður en ég
hélt aftur til þjónustu var ég á leið
niður State Street í Montpelier,
þegar ég rak augun í gamla vininn
minn — skráningarstarfsmann sjó-
liðsins — hann stefndi í áttina til
min. Jafnvel úr fjarska sá ég að
hann gaf mér auga. Það var eins
og að horfa á litasíhverfu (kalei-
dóskóp) að horfa á andlit hans. Ég
sá, að hann þekkti mig. Svo leið
undrunarsvipur yfir andlitið -—
vantrú. Þegar nokkur skref voru á
milli okkar heilsaði hann mér að
hermannasið með meiri virðuleik
en nokkur hafði gert áður. Ég galt
í sömu mynt og lét hann komast
framhjá mér, áður en ég sagði
*Þetta er bandarískt hergöngu-
lag og viðlagið er á þessa leið:
Yankee Doodle, keep it up, Yankee
Doodle Dandy. Mind the musie and
the step, And with the girls be
handy.