Úrval - 01.03.1975, Page 118

Úrval - 01.03.1975, Page 118
116 sækja byssuna. Hann virti mig' vandlega fyrir sér. „Það er komin röðin að mér að halda á byssunni,“ sagði ég. „Áttu ekki afmæli í dag?“ „Já, en . . „En hvað? Flokkurinn hefur ákveðið að gefa þér það í afmælis- gjöf, að það verði hlaupið yfir þig með byssuna." Ég byrjaði að mót- mæla. „Þegiðu," hreytti Berry út úr sér. Svo brosti hann. „Til hamingju með afmælið.“ Þegar við vorum framundan klukknaturninum í aðalgötunni í Chichester, glumdi trumban við og síðan pípurnar. Ég heyrði það, en ég trúði því ekki. Sekkjapípuleik- ararnir léku lagið „hann á afmæli í dag!“ Dorrance lautinant klapp- aði á bakið á mér. „Til hamingju með afmælið, félagi! Nú eru að- eins átta kílómetrar eftir.“ Sagt er, að síðasti kílómetrinn sé erfiðastur. Ég veit það af eigin íeynslu. Þegar við komumst svo langt að við sáum aðsetur okkar. vætlaði blóðið upp úr skónum mín- um og fram úr báðum ermalíning- unum. Ég var farinn að sjá depla fyrir augunum og gangurinn var orðinn óstöðugur. EKKI GEFAST UPP. EITT SKREF ENN. EKKI DETTA. Ég tautaði þessi orð aftur og aftur með sjálfum mér. Svo heyrði ég aftur í sekkjapípunum. Þær léku lag, sem ég er viss um, að hefur aldrei heyrst úr þeim áð- ur, og þetta lag hjálpaði mér þessa síðustu þjáningárfullu fimm hundr- uð metra. Lagið var svolítið skrykkjótt, en það var ekki um að ÚRVAL villast. Þeir voru að spila „Yankee Doodle“.* Þegar hrópið, sem batt enda á þessa göngu, loksins kvað við, lét ég fallast til jarðar. Ég fann, að einhver laut yfir mig. „Kelley!“ Ég þekkti að þetta var • rödd Griffins majórs og reyndi að rísa á fætur. „Vertu bara rólegur!" Hönd tók um mína. „Til hamingju með afmælið, Kelley. Haltu áfram að sýna þá hörku sem þú hefur sýnt í dag og þú munt komast langt.“ Tveimur árum seinna rættist spádómur majórsins. Ég var send- ur á liðsforingjaskóla í Kanada og fékk stöðuhækkun. Dag nokkurn, þegar ég var í leyfi áður en ég hélt aftur til þjónustu var ég á leið niður State Street í Montpelier, þegar ég rak augun í gamla vininn minn — skráningarstarfsmann sjó- liðsins — hann stefndi í áttina til min. Jafnvel úr fjarska sá ég að hann gaf mér auga. Það var eins og að horfa á litasíhverfu (kalei- dóskóp) að horfa á andlit hans. Ég sá, að hann þekkti mig. Svo leið undrunarsvipur yfir andlitið -— vantrú. Þegar nokkur skref voru á milli okkar heilsaði hann mér að hermannasið með meiri virðuleik en nokkur hafði gert áður. Ég galt í sömu mynt og lét hann komast framhjá mér, áður en ég sagði *Þetta er bandarískt hergöngu- lag og viðlagið er á þessa leið: Yankee Doodle, keep it up, Yankee Doodle Dandy. Mind the musie and the step, And with the girls be handy.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.