Úrval - 01.03.1975, Page 17

Úrval - 01.03.1975, Page 17
15 STÚLKAN, SEM LIFÐI TIL AÐ DANSA svelti vegna strangra matarkúra, bætti hún á sig sjö kílóum. Hún gat ekki troðið bólgnum fótunum í venjulega skó. Liðamótin voru svo sár, að hún varð að beita báð- um höndum til þess að kreista úr tannkremstúpu. En af fádæma viljastyrk hélt hún áfram að dansa þrjár sýningar á kvöldi. Þar til kvöld eitt í búningsherberginu, að hún kenndi óskaplegs verkjar í baki, stundi og hneig út af stólnum. SÉRFRÆÐINGARÁÐ. Komin heim til Los Angeles leitaði Toni uppi dr. Edmund Dubois í lækna- deild háskóla Suður-Kaliforníu Hann var stofnandi fyrsta heilsu- hælis þeirra, sem gengu með lupus erythematosus. Hann vissi, að á þessu stigi væri ógerningur að sjá fyrir, hvernig veikin mundi haga sér hjá Toni. Nýrun gætu jafnvel náð sér aftur og allt orðið eðlilegt. Hann lagði henni lífsreglurnar, matarkúra og Ivfjagjafir, og lagði að henni að fara sér hægt um sinn. ,.Þú munt dansa aftur, Toni,“ full- vissaði dr. Dubois hana. Vorið 1969 fannst Toni hún orð- in fær til vinnu. En takmarkalaus orka hennar, sem eitt sinn var, þvarr, og morgun einn í júlí sneri hún aftur til sjúkrahússins með bólgu undir kjálkum. LE herjaði nú á lungu hennar. Hún fékk lungna bólgu og linnulausan hósta. Nýrun hættu nánast að starfa. HJÁLP í VIÐLÖGUM. Til þess að losa líkama hennar við þau úr- gangsefni, sem nýrun annars sáu fyrir, var hún látin ganga undir sérstaka meðhöndlun. Leiðsla var leidd í kvið henni og maginn skol- aður út á 36 stunda fresti. Á sjúkrahúsinu gerðu menn sér ekki miklar vonir með Toni, að dr. Dubois undanteknum. Sennilegast yrði að setja í hana stuttan plast- slöngubút, sem síðan mætti þrisv- ar í viku tengja við gervinýrnavél til að hreinsa í henni blóðið. Það væri átta stunda verk í hvert sinn. En nýrnavélar voru fágætar í þann tíma. Læknaráðið, sem ráð- stafaði notkunartíma vélarinnar, var tregt til þess að láta hana í té sjúklingi, sem haldinn væri svo al- hliða kvilla sem lupus erythema- tosus, sem gæti gert aðra iíkams- hluta jafn óstarfhæfa. Hvað við- kom nýrnaflutningi og ígræðslu, hafði slík aðgerð tvívegis verið reynd á LE-sjúklingum í Kalifor- níu, en líkamar nýrnaþeganna höfnuðu aðfengnu nýrunum fljót- lega. Toni var þó styrk í trúnni. Marg- sinnis fór hún úr rúminu og gerði fótaæfingar til þess að halda vöðv- unum við, og var þó með nálarnar í handleggnum. Sjúkrahússtjórnin sá sér ekki annað fært en láta hana skrifa undir plagg, sem firrði sjúkrahúsið ábyrgð, ef hún slasaði sig í ákafa sínum. Doubois bað Fichman lækni, nýrnasérfræðing, að tala við Toni. Um sumarið fékk hún að fara heim til sín tíma og tíma. En sjúkdóm- urinn stóð af sér allar aðgerðir læknanna. Af og til varð hún að láta skola á sér magann, því að nýrnavélin var ekki fáanleg. Sýknt og heilagt var stungið í hana nál-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.