Úrval - 01.03.1975, Page 100

Úrval - 01.03.1975, Page 100
98 ÚRVAL úðlegum hömlum og hræsni í kyn- lífi, hefur nú unnist -— en sigur- inn hefur ekki leitt til meira frels- is, heldur til meira lauslætis, sem er ekki sami hluturinn. Þar sem Freud stóð, einu sinni föstum fót- um í lærdómi sínum, ákafur í heim- speki sinni, standa nú „eðlunar- fræðingar“ (sexologists) nútímans, lofsyngja kynlíf til skemmtunar og bjóðast til að gera hverjum ein- staklingi ljósa möguleika kynfæra hans; „svo hann geti hagnýtt sér þau til hlýtar“. Þar sem Bertrand Russel stóð einu sinni, riddari vís- indalegrar skynsemi, í stöðugri bar- áttu móti ónauðsynlegri mannlegri grimmd, heittrúaður á kynfrelsi, en alltaf innan takmarka sómakennd- ar og tillits til annarra, standa nú vísindamenn kynfæranna, rýna í kvikmyndalinsur, hafa rafeindatæki á takteinum og undirbúa enn eina lýsingu, stig af stigi, á sníp eða blöðruhálskirtli í fullu starfi. Taugamiðstöðvar, kirtlar, mis- hæðir líkamans, þykkildi, vöðva- samdráttur. Eðlunarfræðingarnir tala ekki um mannlega hegðun, heldur hegðun mannlegra kynfæra. Hugtök eins og einkalíf, hæverska, blygðunarsemi, eru langt fyrir utan umræðusvið þeirra, en í stað þess hafa komið hugtök eins og forleik- ur, kynerting, hátíðnistraumar, sáð- lát. Kynlífið verður, eins og Aldous Huxley einu sinni lýsti því: „brjál- æðingur í hálfrökkri að berjast við annan brjálæðing.“ Samt hafa eðlunarfræðingar hlotið góðar undirtektir. Á þann undarlega hátt, sem hugmyndir geta með tíma og lágkúru afbak- ast í afskræmi af sjálfum sér, hef- ur barátta Freuds móti óeðlilegu hreinlífi, barátta, sem aldrei gekk lengra en að biðja þjóðfélagið að losa ögn um hömlur sínar og hleypidóma, hefur nú orðið að þeirri hugmynd, að iðkun kynlífs sé í sjálfu sér dæmi um heilbrigði. Því meiri kynlífsiðkun, þeim mun heilbrigðari er einstaklingurinn. Gott líf er, samkvæmt þessu, líf sem nær eingöngu er lifað fyrir og með kynfærunum. Það er að sjálfsögðu mjög auð- velt að ráðast á eðlunarfræðingana og sýna fram á, að þar sem þeir eru ekki rakalausir, eru þeir að minnsta kosti grunnir. En hversu mjög, sem við fyrirlítum þá, finn- um við til þarfar til að fylgjast með því, hvað þeir eru að bralla. Hver veit, nema þeir uppgötvi einn góðan veðurdag einhvern líkams- hluta, sem ekki þarf annað en hnoða á vissan hátt, nudda, sleikja eða þukla, til að senda elskendur inn í langvarandi algleymi. En þangað til eru þeir nærstaddir í öllum svefnherbergjum og fyrir- mæli þeirra eiga sér fastar rætur í hugum elskenda, meðan þeir iðka íþrótt sína. Ef til vill eru hvergi meiri kröf- ur gerðar til kynlífs en í hjóna- bandi. Kannski er samt engin önn- ur stofnun ver til þess fallin að fullnægja nýtísku kynlífsímyndun- arafli. Hámark nýtísku kynlífs- ímyndunarafls er fjölbreytni og margbreytni. En í hjónabandi á ein persóna — að minnsta kosti fræði- lega — að þjóna, þar sem önnur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.