Úrval - 01.03.1975, Qupperneq 100
98
ÚRVAL
úðlegum hömlum og hræsni í kyn-
lífi, hefur nú unnist -— en sigur-
inn hefur ekki leitt til meira frels-
is, heldur til meira lauslætis, sem
er ekki sami hluturinn. Þar sem
Freud stóð, einu sinni föstum fót-
um í lærdómi sínum, ákafur í heim-
speki sinni, standa nú „eðlunar-
fræðingar“ (sexologists) nútímans,
lofsyngja kynlíf til skemmtunar og
bjóðast til að gera hverjum ein-
staklingi ljósa möguleika kynfæra
hans; „svo hann geti hagnýtt sér
þau til hlýtar“. Þar sem Bertrand
Russel stóð einu sinni, riddari vís-
indalegrar skynsemi, í stöðugri bar-
áttu móti ónauðsynlegri mannlegri
grimmd, heittrúaður á kynfrelsi, en
alltaf innan takmarka sómakennd-
ar og tillits til annarra, standa nú
vísindamenn kynfæranna, rýna í
kvikmyndalinsur, hafa rafeindatæki
á takteinum og undirbúa enn eina
lýsingu, stig af stigi, á sníp eða
blöðruhálskirtli í fullu starfi.
Taugamiðstöðvar, kirtlar, mis-
hæðir líkamans, þykkildi, vöðva-
samdráttur. Eðlunarfræðingarnir
tala ekki um mannlega hegðun,
heldur hegðun mannlegra kynfæra.
Hugtök eins og einkalíf, hæverska,
blygðunarsemi, eru langt fyrir utan
umræðusvið þeirra, en í stað þess
hafa komið hugtök eins og forleik-
ur, kynerting, hátíðnistraumar, sáð-
lát. Kynlífið verður, eins og Aldous
Huxley einu sinni lýsti því: „brjál-
æðingur í hálfrökkri að berjast við
annan brjálæðing.“
Samt hafa eðlunarfræðingar
hlotið góðar undirtektir. Á þann
undarlega hátt, sem hugmyndir
geta með tíma og lágkúru afbak-
ast í afskræmi af sjálfum sér, hef-
ur barátta Freuds móti óeðlilegu
hreinlífi, barátta, sem aldrei gekk
lengra en að biðja þjóðfélagið að
losa ögn um hömlur sínar og
hleypidóma, hefur nú orðið að
þeirri hugmynd, að iðkun kynlífs
sé í sjálfu sér dæmi um heilbrigði.
Því meiri kynlífsiðkun, þeim mun
heilbrigðari er einstaklingurinn.
Gott líf er, samkvæmt þessu, líf
sem nær eingöngu er lifað fyrir og
með kynfærunum.
Það er að sjálfsögðu mjög auð-
velt að ráðast á eðlunarfræðingana
og sýna fram á, að þar sem þeir
eru ekki rakalausir, eru þeir að
minnsta kosti grunnir. En hversu
mjög, sem við fyrirlítum þá, finn-
um við til þarfar til að fylgjast
með því, hvað þeir eru að bralla.
Hver veit, nema þeir uppgötvi einn
góðan veðurdag einhvern líkams-
hluta, sem ekki þarf annað en
hnoða á vissan hátt, nudda, sleikja
eða þukla, til að senda elskendur
inn í langvarandi algleymi. En
þangað til eru þeir nærstaddir í
öllum svefnherbergjum og fyrir-
mæli þeirra eiga sér fastar rætur
í hugum elskenda, meðan þeir iðka
íþrótt sína.
Ef til vill eru hvergi meiri kröf-
ur gerðar til kynlífs en í hjóna-
bandi. Kannski er samt engin önn-
ur stofnun ver til þess fallin að
fullnægja nýtísku kynlífsímyndun-
arafli. Hámark nýtísku kynlífs-
ímyndunarafls er fjölbreytni og
margbreytni. En í hjónabandi á ein
persóna — að minnsta kosti fræði-
lega — að þjóna, þar sem önnur