Úrval - 01.03.1975, Page 87
PABBI, GETURÐU SKOLAÐ . . . ?
85
ara að komast upp úr. Nei, það er
miklu betra að segja, og hrista dag-
blaðið duglega um leið: „Búálfur-
inn er strákur." Þess konar svör
virðir barnið ósjálfrátt.
3. Láttu enga óvissu á þér heyra.
Það skiptir ekki máli hvað þú seg-
ir, heldur hvernig þú segir það. Ef
krakkinn spyr: „Af hverju nota
karlmenn hálsbindi?“ — er von-
laust að þú finnir rétta svarið hvort
sem er, jafnvel þótt það sé til.
Vertu fljótur að finna svar. („Til
þess að honum verði ekki kalt á
barkakýlinu"). Segðu þetta eins og
þetta sé bjargfastur sannleikur.
Króanum er rétt sama hvers vegna
karlmenn eru með hálsbindi. Hann
er bara að reyna að skemmta sér á
þinn kostnað. Láttu hann ekki kom-
ast upp með það.
Einfalt mál? Það er það. Meðan
þú gerir þér grein fyrir, að sér-
hver spurning getur dregið dilk á
eftir sér. Til dæmis, að það getur
líka verið hættulegt. þegar þú verð-
ur að svara þegar í stað og segja
það fyrsta sem þér kemur í hug.
Til að skýra þetta nánar skulum
við líta á nokkrar spurningar. sem
mín eigin börn hafa nýlega varpað
að mér:
„Getur þú barið pabba hennar
Mitzi?“
Pabbi Mitziar er risavaxinn villi-
maður og hnefarnir á honum eru á
stærð við kornabarn. Dóttir hans,
sem er níu ára er eins og beina-
sleggia af tröllakyni. Svo þegar
Betsy bar þessa spurningu upp við
mis. svaraði ég í einfeldni minni:
..Elskan mín, ég ætti í vandræðum
með að b°ria Mitzi.“
Þeir, sem vanir eru þessum mái-
um, eru fljótir að greina alvarleg
mistök í þessu svari mínu. Það er
ekkert líklegra en að orð manns
berist með þessum smávöxnu sendi-
boðum til vina og nágranna og leiði
að lokum til þess að nefndur faðir
Mitziar birtist kvöld nokkurt á
dyraþrepinu hjá manni, klæddur
sportskyrtu á borð við stórsegl, og
drekinn píri á mann með Gestapo-
augum: „Ég heyri sagt,“ urrar hann,
„að þú ætlir að berja hana Mitzi
mína!“
Hvernig hefði ég átt að svara upp-
runalegri spurningu Betsyar?
Þannig: „Það er ekki gott að
segja!“ og brosa um leið dular-
fullu, litlu brosi, sem gæfi til kynna,
að pabbi Mitziar mætti svei mér
vara sig, ef til slíkra kasta kæmi.
En ekkert, sem hægt er að hafa
eftir. Ekkert, sem getur gengið
milli smáfólksins, frá húsi til húss.
„Ef þú ert með blásturspíppu og
eiturör í henni, hvað gerist þá, ef
þú sogar að þér í stað þess að
blása?“
Mistök mín hér voru í því fólgin
að þróa þetta vandamál upp í verk-
lega tilraun. „Við skulum komast
að því,“ sagði ég við Cathy. „Náðu
í strá, skæri, tannstöngul og fjaðr-
ir.“
É'g tálgaði straumlínulaga flís úr
tannstönglinum. Með ofurlitlu lími
festi ég nokkrar fanir af fjöðrun-
um og bió til reglulega fallega litla
ör. „Jæja,“ sagði ég við telpurnar.
Þær voru allar komnar í krin'mm
mig og fylgdust með af mesta ákafa.
„Hér erum við í regnskógunum.
Þetta er eiturörin okkar og hér er