Úrval - 01.03.1975, Page 65
GLAÐVÆRA GISTIHÚSIÐ HENNAR MÖMMU
63
lega hamingjusöm á svipinn, og
eftir hádegismatinn bauð hún
mömmu inn á herbergið þeirra, þar
sem þær spjölluðu lengi saman.
„Hvað gengur eiginlega að þeim?“
spurði pabbi, þegar þau voru að
fara í rúmið. „í allan þennan tíma
hefur okkur ekki tekist að nudda
þeim út, með tilstyrks andskotans
og allra hans ára ætluðu þau að
vera hér, en nú rjúka þau af stað
eins og þessi sama persóna væri á
hælunum á þeim. Þetta er þó sann-
arlega dularfullt."
„Nei, alls ekki,“ sagði mamma.
„Hún er vanfær. Hún sagði mér,
að hún hefði orðið að vera hér, því
ef hún hefði ekki orðið það hérna
í húsinu hjá okkur, hefði hún al-
drei orðið það.“
„Kvenfólk,“ hnussaði í pabba.
„Gat hún ekki orðið ólétt heima
hjá sér? Fylgir einhver undramátt-
ur þessu húsi?“
„Ef til vill,“ svaraði mamma.
„Rose Kane er líka vanfær.“
„Jæja, það var gaman fyrir
hana.“
„Og ég er það líka,“ bætti mamma
við stuttaralega.
„Taki nú allir hauslausir ofan!“
hrópaði pabbi. „Af hverju hefurðu
ekki sagt mér það fyrr?“
PABBI VAR AÐ FARAST úr
óþolinmæði. Hann vildi halda áfram
að velta peningunum, sem hann
hafði grætt á lóðabraskinu, í áfram-
haldandi viðskiptum. Það voru til
dæmis smálóðir, sem hann gat
fengið fyrir lítið. Svo var það ís-
gerðin. Og svo voru fleiri lóðir í
nágrenni háskólans.
Mamma hafði líka áhuga á lóða-
braskinu. (Hún vildi vera viss um.
að peningarnir hans pabba væru
notaðir í eitthvað gáfulegt!).
„Við VERÐUM að kaupa næstu
lóðir,“ sagði hún.
„Af hverju verðum við að gera
það?“ spurði pabbi.
„Ef við gerum það ekki, kaupir
herra Schmalz þær.“
„Detti mér nú allar dauðar lýs
úr höfði,“ dæsti pabbi.
Schmalz var skósmiður og átti
hvorki meira né minna en 11 börn.
„Við höfum fengið nóg til að
kaupa lóðina og byggja fimm her-
bergja hús í viðbót.“
„Hús?“ pabbi varð eitt spurning-
armerki.
„Já, það gagnar ekkert að eiga
auða lóð; við skulum byggja til að
græða á því.“
Þau keyptu lóðina og mamma
teiknaði húsið; hún var ákveðin í
að vera sinn eigin arkítekt og verk-
taki.
„Ég fylgdist með byggingu húss-
ins okkar,“ sagði hún þegar pabbi
mótmælti. „Þetta á að vera alveg
eins, bara einu herbergi meira.
Manstu ekki eftir öllum spurning-
unum sem við þurftum að ráða
fram úr í það sinn? Ég hef öll svör-
in skrifuð hérna í matreiðslubók-
ina mína.“ Hún dró fram bókina
og inn á milli uppskrifta á hnúðlu-
kökum og kökum með einu eggi
voru „uppskriftir" hennar á sem-
enti, pússningasandi, hlutföllin
milli litarefna og olíu í málningu
og hve mikinn þaksaum þurfti á
hverja plötu.
Með bókina í höndunum ræddi