Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 5
3
Drasl? Það er nokkuð sem litið er mismunandi augum eftirþvíhver talar
__eða hlustar.
HVERJU
Á AÐ
HENDA?
— James Lincoln Collie-r —
*
%
*
%
VK /,N E
v V
kki veit ég af hverju fólk
fær uppáhald á hlutum.
Tökum til dæmis flutning-
ana á síðasta ári, þegar við
fluttum úr húsinu á Locust
Street.
,,Litið nú á,” sagði ég við matborðið.
,,Við höfum safnað að okkur drasli hérna
í átta ár. Nú er tækifærið fyrir okkur að
fara í gegnum það og henda einskisverðu
drasli. Ég set stóran pappakassa á gang-
inn sem þið skuluð setja allt rusl í, þegar
þið eruð búin að fara í gegnum dótið
ykkar.”
Síðan setti ég kassann á ganginn, þar
sem hann hlaut að verða á allra vegi.
Fjórum dögum siðar kikti ég I hann. I
honum vareitt mánaðarrit, sem kápan var
ónýt á, og sköllóttur dúkkuhaus. Auð-
vitað hafði enginn tekið mark á þvi sem
ég sagði. Ég var svo sem ekki óvanur því.
Það veitti ekki af að gefa þeim ráðn-
ingu, svo ég leit i kringum mig til að gá
hvort ég sæi ekki einhvern. Ég fann Jeff,
tíu ára son minn liggjandi uppi í bóli.
,,Ég hélt að ég hefði sagt ykkur að taka
til og henda burtu öllu skrani, sem þið
þyrftuð að losna við,” sagði ég.
,,Ég er búinn.”
, ,Ég sé ekkert frá þér I ruslakassanum. ’’
,,Ég fann ekkert, sem ég vildi henda,”
útskýrði hann. Mér varð litið á leikfanga-
kassann hans — geymi, sem var lítið
minni en bílskúrinn. ,,Þú átt við, að allt
í þessum kassa sé þér ómissandi?”
,,Alveg satt,” sagði hann. ,,Ég athug-
aði það. ’'
,,Ég trúi þvt ekki,” sagði ég og svipti