Úrval - 01.03.1976, Page 9
Sérstakirpunktar og línur, sem mynda reglulegt kerfi, hafa komið íIjós á
hnettinum okkar. Hvemigmyndaðistþetta kerfi, og hvað táknarþað?__
Enn er það mjög óljóst, en sumir telja, að þetta ,, net ’ ’ sé sönnun fyrir
ókunnum öflum. Það telja ungu, sovésku vísindamennirnir, sem hafa
unmð að þvíað finna þetta net. Kannski gefur það vtsbendingu um svör
við aldagömlum heilabrotum.
DULARFULLT
NET
UM
HEIMINN
— Nikolaj Bodnaruk —
M
*
*
*
örg skip og flugvélar hafa
horfið á dularfullan hátt á
því svæði Atlantshafsins,
sem sumir vísindamenn
kalla ,,hinn djöfullega Bet-
muda-þríhyrning. ” (Sjá
Orval, októberhefti 1975). Bandaríski
könnuðurinn T. Sanderson, sem safnað
hefur 1 bók öllum skráðum heimildum
um dularfull atvik á þessu svæði, tekur
fram, að oft hefur aðeins verið hægt að
geta sér til um hvernig slysin hafa orðið
og hér um bil um staðarákvörðunina,
þar sem fjarskiptatæki flugvéla og skipa,
sem þarna hafa orðið fyrir áföllum,
hafa venjulega verið óvirk nokkru fyrir
slysin, svo neyðarköll hafa ekki heyrst.
En Bermudaþríhyrningurinn er ekki
eini ,,álagabletturinn. ” Sanderson komst
að því, að á okkar jörð eru 10 slíkir staðir
— fimm norðan við miðbaug og fimm
fyrir sunnan, og þeir mynda nærri því
einshliða (symmetrískt) kerfi um hnött-
inn. Ef Sanderson hefði bætt við tveimur
öðrum stöðum — norður- og suðurpóln-
um — hefði hann fengið landfræðilegt
mynstur, sem kemur vel heim við frum-
iegt keríi, sem sovésku vísindamennirnir
Komsomolskaya Pravda -