Úrval - 01.03.1976, Side 11
DULARFULLT NET UM HEIMINN
9
sína kennin'gu, áður en þeir vissu um
kcnningar hinna löngu dauðu spekinga.
Var það aðeins tilviljun?
Fyrsta hnattlíkanið, sem þeir Gonsjaroff
og félagar settu saman var tólfstrendingur,
búinn til úr fimmhyrndum pjötlum.
Næsta líkan, sem var fullkomnara, gerðu
þeir á sama hátt en bættu síðan við tutt-
ugstrcndingi. Mynd af hnettinum, með
hvítum og svörtum netum teiknuðum inn
á, gefur hugmynd um uppbygginguna.
En hvers vegna var nauðsynlegt að
sína gamalkunna hnöttinn okkar sem fjöl-
strending?
Það er á flestra vitorði, að jörðin okkar
er langt frá því að vera algerlega hnött-
ótt. Hún er eins og henni hafi verið þrýst
saman frá báðum pólum, og raunar má
finna á henni fleiri sköpunarlýti, sé
miðað við hið fullkomna kúlulag. Einu
sinni voru þessi lýti meira áberandi.
Ástæðurnar eru augljósar.
Sólkerfið myndaðist úr ryki og gasskýj-
um, sem mynduðu eins konar kekki.
Hver kökkur stækkaði smátt og smátt,
eítir því sem hann hlóð á sig minni og
stæ'rri ögnum, sem á vegi hans urðu —
loftsteinum og að því er virðist einnig
smástirnum. Á þessum tíma var jörðin
ekki cinu sinni jafn kúlulaga og hún er
þó núna. I fyrstu var hún nær því að vera
fjölstrendingur en kúla.
Sé þelta rétt, má kannski búast við því,
að hið upprunalega strendingslag sé til,
enn þann dag í dag. Kannski falið?
lir þá hugsanlegt, að útlínurnar séu jafn
reglulegarog á 12 og 20 strenda krystaln-
um okkar?
Þcgar krystall myndast al örsniáu korni.
Einkennileg tilviljun: Þessi fundur, sem
rekja má aftur í römmustu forneskju,
minnir á njjasta jarðlíkan víswdamann-
anna fnggja og kemur fyllilega heim við
heimsmynd þeirra.
halda strendingar hans lögun sinni og
hlutfalli, þótt krystallinn stækki. Vita-
skuld gat jörðin ekki fylgt svo nákvæmu
kerfi. Á hinn bógínn getur tilorðning
jarðarinnar ekki hafa verið fullkomið
öngþveiti. Óreiðan svonefnda, sem kom
í kjölfar reglubundinnar endurtekningar,
fylgdi sínum lögmálum. Hver voru þau?
Þau voru skýrð með annarri kenningu.
Járngrýti finnst ekki eins og því hafi
verið dreift af handahófi um allan hnött-
inn. I rauninni myndar það þrjú risastór
belti umhverfis jörðina, að dómi Mikhails
Kalganoffs, vísindamanns við náttúru-
fræðideild sovésku akademíunnar.
Það furðulegasta er þó, að Nikolai
Gonsjaroff vissi ekkert um þess háttar
lilgátur, þegar hann gerði líkan sitt af
hneilinum. Ilann hafði engan áhuga á
vandamálum jarðfræði eða jarðeðIisfræði.