Úrval - 01.03.1976, Side 14
12
ORVAL
slík svæði hefði vel getað verið á vitorði
gömlu heimspekinganna, ásamt munn-
mælum, sem ná aftur til forsögulegs
tíma.
Gonsjarsoff, Makaroff og Morotsoff
tóku þátt í umræðufundum vísindafél-
aga. Þeir urðu fyrir gagnrýni, harðri á
sumum sviðum, en almennt vel meintri.
Og umræðurnar halda áfram. Þær eru
málefnalegar og ekki gerðar til þess að
lítillækka ,,nýliðana.'' En þess er líka
að gæta, að ábyrgar opinberar umsagnir
víkka þekkingarsvið vísindamannar.na
þriggja, sem hafa færst svo mikið í fang.
Þeir sjálfir vita manna best, að því fer
fjarri, að rannsóknarefni þeirra sér tæmt
og halda áfram að rannsaka það og þróa,
taka alla gagnrýni til nákvæmrar yfirveg-
unar og auka þekkingu sína. Hver veit,
nema kenning þeirra fái fyrr en varir
sterkari stoðir með sannfærandi sönnunar-
gögnum, eins og svo oft hefur hent
með ,.fjarstæður?”
★
Nýlega heimsótti ég son minn, sem er að ljúka námi við stóran háskóla. Þegar
við vorum að ljúka við að borða, tilkynnti þetta síðhærða afsprengi mitt, klætt í
gamlan, ermastuttan bol, gallabuxur, sem búið var að skera neðan af, og rifna
strigaskó, auk þcss sem hann var með tveggja daga skegg, að hann yrði að flýta
sér svo hann yrði ekki of seinn 1 einkatíma. Ég sagði honum hneykslaður, að 1
mínu ungdæmi hefðum við sýnt kennurum okkar þá virðingu að koma
sæmilega klædd og snyrt 1 tlmana. ,,Hvað heldurðu, að kennarinn þinn hugsi?”
spurði ég argur.
,,Pabbi minn,” sagði hann þolinmóður. ,,Ég er kennarinn.”
M.j.
Sænski kvikmyndaleikstjórinn Ingmar Bergman, sem nú nálgast sextugt,
kvíðir ekki fyrir ellinni. „Þetta er eins og að klífa fjöll,” sagði hann. ,,maður
klifrar sífellt hærra. því hærra, sem maður kemst. þeim mun þreyttari verður
maður og móðari, en útsýnið verður alltaf meira og meira.”
New York Times Magazine.
KERAMIK EFTIR PICASSO.
í listasafninu í Kuibjsjev 1 Volguhéraði hefur verið opnuð sýning, sem sýnir
nýja hlið á hæfileikum hins mikla spænska listamanns Picasso. Þarna er um að
ræða 16 keramikverk eftir Picasso, sem eru gjöf til Sovétríkjanna frá Nadesjda
Léger, ekkju hins kunna franska málara Fernand Léger. Efni keramikmynda
sinna sækir Picasso til goðafræðinnar. Nokkur verkanna sækja þó efni í
eftirlætisviðfangsefni Picasso, nautaat.