Úrval - 01.03.1976, Page 15
13
Hvað gerir maður, sem sagt er að hann sé með illkynjað krabbamein,
sem kunni að hafa breiðst út um líkamann ? Hér segir slíkur sjúklingur
sögu sína.
SVARTI
BLETTURINN
— Roy Rowan —
%%%%* ^nr ^ m^nu^urn hafði ég
eftir þvi, að mér var óeðli-
lega kalt á höndum og fótum, að ég fann
miklu oftar til þorsta en áður, að ég hafði
höfuðverk á morgnana og að ég var farinn
að horast dálítið. Mér fannst ekkert af
þessum einkennum vera alvarlegs eðlis.
fig hljóp 3 kílómetra á hverjum morgni
og varð næstum aldrei vt'ikur, enda þótt
cg væri orðinn 34 ára gamall, og því
vaknaði forvitni mín á því, hvað væri á
scyði i líkama mínum. Ég dró þá ályktun
að ég væri kannski búinn að tá sykur-
sýki. Ég ræddi um þessi cinkenni við
konuna mína hvað eftir annað, í rúminu
Iteima í íbúðinni okkar í Hong Kong.
Hún var orðin hállleið á þessu tali mínu
og sagði bara: ,,Farðu til læknis,” og
svo sofnaði hún.
Loks rann upp sá tími, er ég skyldi
fara i mína árlegu heimsókn til New York
og um leið í læknisskoðun hjá lækni fyrir-
tækisins. Þegar ég steig á vogina I skoð-
unarherbergi hans, kom það fram, að ég
hafði lést um 4,5 kíló. Það var engin furða
að mér fannst alltaf að ég væri að missa
niður um mig buxurnar á sifelldum
þeytingi mínum um Ncw York. Ég var
að fara í skyrtuna, eftir að bann hafði lokið
við hjartarafritið og hina venjulega bar-
smið, og þá spurði hann mig ósköp rólega
líkt og það skipti ekki máli: ,,Hvað um
þennan svarta hlett á bakinu á þér?
Er hann nýr?’'
Ég hafði komið auga á þenna blett í
fyrsta skipti lyrir 3-4 mánuðum. Ég hafði
vcrið að snúa mér lyrir framan spegilinn
í baðherberginu til þess að ganga úr
U t Atlantit Monthlv