Úrval - 01.03.1976, Page 21
19
AF
FRÆGU
FÓLKI
Eitt sinn, er Charles Lindberg var á ferð
1 Oklahoma, bauð hann einum frammá-
manna staðarins, Will Rogers að nafni
með sér 1 flugferð. Þegar þeir voru
komnir á loft, sagði Lindberg að flug-
maðurinn ætti alltaf að reyna að lenda
á móti vindi.
,,En hvernig geturðu ákveðið vindátt-
ina, þegar þú ert svona hátt uppi?” spurði
Rogers.
,,Eg gái að þvottinum á snúrunum,”
svaraði Lindberg.
,,En ef það er ekki þvottadagur? spurði
Rogers skilningssljór.
,,Þá verður að bíða þangað til,” svar-
aði Lindberg þurrlega.
Lawrence Spivak stjórnaði þætti með
blaðamönnum í bandaríska sjónvarpinu
I 30 ár. Eitt sinn, rétt áður en þátturinn
átti að hefjast, fékk hann svohljóðandi
skeyti: ,,Af hverju brosirðu ekki? Ég ætla
að horfa á þáttinn í dag, gerðu svo vel að
brosa fyrir mig.”
Spivak, sem nýlega er hættur störfum,
segir svo frá: ,,Ég brosti áhrifarlku brosi,
að ég hélt. En eftir að þættinum var lokið
fékk ég annað skeyti þannig: „Ekki gera
þetta aftur. Það var betra hinsegin.”
Bernharður prins í Hollandi fékk glimr-
andi viðtökur er hann hélt ræðu við
opnun hótels á Schiphol flugvelh, fyrir
utan Amsterdam. Ræðumaðurinn scm var
á undan honum hafði talað látlaust í
40 mínútur. Bernharður sagði aðeins:
„Eftir þvílíka mælsku er ég orðlaus,”
og slökkti þar með á hátalaranum.