Úrval - 01.03.1976, Síða 23
AF FRÆGU FOLKl
21
Þegarstóð á töku kvikmyndarinnar ,,Rósa-
knappurinn”, sagði stjórnandinn Otto
Preminger við leikarann John Lindsay,
sem áður var borgarstjóri New York-
borgar: , John, þetta er I fyrsta sinn sem
þú sérð dóttur þína, og þú verður að
tárast. Ég skal sýna þér, hvernig á að
gráta. ”
,,Hafðu engar áhyggjur,” svaraði Lind-
say. ,,Ég var borgarstjóri New York-
borgar í átta ár, og það þarf enginn að
kcnna mér hvernig á að gráta!”
Knattspyrnuþjálfarinn Frank Leahy er
fæddur svartsýnismaður, og spáir aldrei
liði sínu sigri fyrir leik. Eitt sinn er hann
vann fyrir Boston College, varð liðið að
taka lest frá New Orleans til að leika í
Tulane. Á leiðinni suður á bóginn sagði
Leahy við íþróttafréttaritarana. „Hvernig
er hægt að búast við sigri? Okkur er
kássað saman í lest, við getum fylgst
með þvi hvcrnig vöðvarnir harðna, á
meðan drengirnir í Tulane eru í topp-
formi vegna stöðugra leikja.”
Nokkrum vikum síðar átti Boston
College að taka á móti liði úr Vestrinu.
í það sinn kveinaði Leahy. „Þvílíkar
horfur á að sigra núna! Við erum dauð-
þreyttir eftir stöðuga leiki, en þeir eru í
góðu formi og vel hvildir eftir afslapp-
andi lestarferð.”
Auglýsingakóngurinn Albert D. Lasker
bað einn af bestu framkvæmdastjórunum
sinum að flytjast frá Kaliforniu til skrif-
stofu fyrirtækisins í New York. Maður-
inn neitaði, svo Lasker varð að slá á
aðra strengi. ,,Ég hef ákveðið hvers ég
óska eftir minn dag i sambandi við
fyrirtækið,” sagði hann við manninn.
,,Ég hef ákveðið, að þú verðir yfirmaður
rekstursins eftir minn dag. Það þýðir að
i fyllingu timans verðir þú að yfirgefa
Kaliforníu. Ertu því samþykkur?”
, Já.”
,,Þú myndir gera þetta fyrir mig.”
. Já.”
,,Þú myndir gera þetta fyrir mig, þegar
ég er DAUÐUR?”
, Já,” svaraði framkvæmdastjórinn.
,,En hversvegna viltu ekki gera þetta
fyrir mig meðan ég er ennþá LIFANDI?”
spurði Lasker.
Og starfsmaðurinn gafst upp.
Frá þvi að Harpo Marx var fyrst kynntur fyrir Somerset Maugham á sveitasetri
hans á Rivierunni sumarið 1928. reyndi Harpo að koma rithöfundinum úr
jafnvægi, en án árangurs. Mörgum árum seinna sá hann Maugham i virðulegum
hópi í leikhúsi í New York. Hann hoppaði eins og api upp eftir sætaröðunum til
rithöfund arins. Þegar hann var kominn næstum að honum, sagði Maugham
vingjarnlega: ,,Því miður, Harpo minn, ég á enga banana handa þér. ”
(Jr George S. Kaufman and
His Friends.