Úrval - 01.03.1976, Síða 29
NAFNLAUSIHUNDURINN
27
balanum. Ungi maðurinn tæmdi
hvert glasið á fætur öðru. Að lokum
sagði hann:
,,Af því að ég hef verið svona
óslökkvandi þyrstur, verð ég að sjá
um. næsta skammt.”
Vegna handleggsins ætlað Junes að
mótmæla, en hann vissi ekki, hvernig
hann ætti að fara að því.
,,Ég get þetta alveg,” sagði ungi
maðurinn. Hann greip um hand-
fangið og valsarnir skröltu af stað
meðan nýþvegin eplin skoppuðu ofan
í trektina.
Skömmu siðar kom frú Junes með
mat á bakka handa gestinum. ,,Þú
hefur keyrt um langan veg, svo mér
datt í hug að þú værir kannski...”
Ungi maðurinn át með hraða, sem
frú Junes kallaði „vaxtarverkja-
hraða,” en samt gaf hann sér tíma til
að njóta matarins. Þegar hann var
búinn, reis hann á fætur og klappaði
á magann á sér og sagði: ,,Ef ég væri
hérna um tíma, fengi ég ýstru eins og
hver annar munaðarseggur. ”
,,Hve hár eruð þér? spurði frú
Junes og leit á hann.
,, 188 sentimetrar,” sagði hann og
hló við.
,Jim var líka 188,” sagði Junes.