Úrval - 01.03.1976, Page 35
33
Hópur vísindamanna, sem óttaðist misnotkun
njrrar greinar erfðafrceðinnar, fór fram á bann
við tilraunum á sviði litningabreytinga. En
bannið stóð ekki lengi, og nú er spurningin
ERU VÍSINDIN AÐ
SKAPA NÝJA OG
HÆTTULEGA SÝKLA
TohnJ. Fried —
*****
*
*
*
*
yrir hálfu öðru ári birt-
ist opið bréf í hinum
kunnu vísindatímaritum
Nature og Science, þar
sem nefnd þekktra vís-
indamanna krefst þess, í fyrsta skipti í
sögunni, að tilteknum rannsóknum,
sem farið höfðu fram um nokkurt
skeið, verði hætt. Rannsóknir þessar,
sem voru á sviði erfðafræði, gátu að
dómi vísindamannanna, haft mjög
alvarlegar afleiðingar, ef þeim yrði
haldið áfram.
Bréf nefndarinnar var mjög hóg-
værlega orðað og æsingalaust, eins og
vænta mátti, þegar slíkir menn áttu í
hlut, en engu að síður hafði það gíf-
urleg áhrif í bandarískum rannsókn-
arstofum. Krafan um bann rann-
sóknanna byggðist á því, að á undan-
förnum árum höfðu vísindamenn við
læknadeildir Stanfordháskóla og
Kaliforníuháskóla fundið upp nýjar
aðferðir til að breyta erfðaeiginleik-
um. Með hinum nýju aðferðum er
hægt að græða litninga úr vírusum,
sýklum og dýrafrumum í meinlausar
colibakteríur, sem hafast við í melt-
ingarvegi manna, og eru oft notaðar
við tilraunir. Nefndarmenn óttuðust,
að aðrir vísindamenn mundu nota
aðferðirnar til að skapa nýjar, hættu-
lcgar sýklategundir.
- Ur Baltimore Sunday Sun —