Úrval - 01.03.1976, Síða 44
42
URVAL
^Böihiti
okkar
Verðlaunasagan að þessu sinni er
eftirfarandi saga I.T.:
Þegar móðir mín varð amma, var
hún auðvitað mjög ánægð og sagði
mörgum fréttirnar. Yngsti bróðir
minn, sem þá var fjögra ára, hlustaði
ósköp rólega á fréttirnar. En þegar
hann var að fara að sofa, brast hann í
grát og sagði við mömmu: „Heyrðu,
hver er þá mamma mín, þegar þú ert
orðin amma...?
★ ★ ★
Bróðir minn, sem er alnafni prests,
var alltaf ákveðinn í að verða prestur.
Eitt sinn kom maður í heimsókn og
spurði hvort hann væri ennþá ákveð-
inn í verða prestur. ,,Nei,” sagði þá
bróðir minn., ,Nú, hvers vegna ekki ? ”
spurði þá maðurinn. Sá litli leit á
hann, hneykslaður á svip, og sagði:
,,NÚ, af því ég kann ekki faðir-
vorið! ’ ’
I.T.
Daginn fyrir gamlársdag fór ég að
finna til fæðingarhríðanna að öðru
barni mínu. Sonur minn hafði verið
uppfræddur um gang fæðingarinnar,
meðal annars með ágætri, danskri
bók með ljósmyndum af fæðingu.
Móðir mín var stödd hjá mér og
fórum við að tala um væntanlegan
atburð, en sonur minn skaut inn
einni og einni athugasemd. Ég gat
ekki varist brosi, þegar hann að
lokum sótti bókina góðu og opnaði
hana þar sem myndaserían var, og
sagði borginmannlegur í bragði:
,,Sjáðu, amma, svona fæðast litlu
börnin”, — eins og hann byggist við
að ömmu veitti ekki af fræðslu. Hún
á átta börn sjálf. þ M.
★ ★ ★
Tvö átta ára frændsystkin mín sátu
og horfðu á sjónvarp. Eitt atriði
myndarinnar var, að aðalsöguhetjan,
myndarlegur karlmaður, afklæðist
skyrtunni. Börnunum verður starsýnt
á kaíloðið brjóst hetjunnar, og taka
þau nú að ræða kappsamlega um
hárvöxt fullorðna fólksins. Stráksi
heldur því fast fram, að konur hafi
einnig hár á brjóstum. Að móðir
hans hefði það ekki væri bara vegna
vanþroska hennar ( en hún er kona
smávaxin). Nú þótti telpunni nóg
um fáfræði frænda- síns, laut að
honum og hvíslaði einhverju í eyra
hans. Síðan hyggst hún horfa áfram á
myndina. En þá gellur hátt og snjailt
í strák: ,,Nú, hafa þær bara hár
þar?” G.Þ.
★ ★ ★