Úrval - 01.03.1976, Page 49
SALVADOR DALI
47
,,Minningin lifir” — 1931
mikilli útsjónarsemi og sér um að
ávaxta fé hans.
Fyrstu árin eftir 1930 voru mögur
ár og jafnvel hungurár. Til þess að
reyna að klóra í bakkann gerðist Dali
uppfinningamaður. Gala reikaði um
götur Parísar og reyndi að selja
furðulega smíðisgripi Dalis: Stóla og
baðker með harla óvenjulegu sköpu-
lagi, gerfineglur, sem jafnframt voru
speglar, kvenskó með háum stál-
fjöðrum undir — en lítið gekk.
Nokkrir súrrealískir vinir þeirra
höfðu komist vel áfram í Ameríku,
bar sem nafn Dalis var begar orðið
nokkuð þekkt. Svo Dali og Gala
lögðu af stað þangað með skipinu
Champlain, á þnðja farrými. Að
sögn Dalis borgaði Picasso undir
þau. Dali reyndist heldur sjóhrædd-
ur: Hann tók ekki af sér björgunar-
beltið, hvorki dag né nótt, bessa sól-
arhringa, sem skipið var á leið vestur
um haf, í rjómalogni og sléttum sjó.
Þegar skipið kom til New York,
byrptust blaðamenn um borð til að
taka á móti beim. Eitt beirra verka,
sem Dali sýndi þeim, var nektar-
mynd af Gölu með lambakótilettur á
öxlunum. Fréttamennirnir urðu stór-