Úrval - 01.03.1976, Síða 51
SALVADOR DALl
49
„Stundum held ég, að ég muni
deyja úr of stórum skammti af
ánægju,” lét listamaðurinn einu
sinni um mælt. Þegar þar að kemur,
eru sérfræðingar sammála um, að
verk Dalis muni lifa áfram, sem
tjáning eins afkastamesta snillings
okkar tíma.
GUÐ OG NÖI.
Og guð sagði við Nóa: ,,Hvar er örkin, sem ég lagði fyrir þig að
byggja?”
Og Nói sagði við guð: ,,Því miður urðu þrír trésmiðanna veikir. Sá
sem átti að selja mér viðinn hefur svikið mig, —Já, jafnvel þótt hann
hafi tekið á móti pöntuninni fyrir heilu ári. Hvað get ég gert, ó, guð?”
Og guð sagði við Nóa: ,,Ég vil að örkin sé reiðubúinn eftir sjö daga
og sjö nætur.”
Og Nói sagði: ,,Verði þinn vilji.”
Og hans vilji varð ekki. Og guð sagði við Nóa: ,,Hvað er nú að?”
Og Nói sagði við guð: ,.Undirverktakinn fór á hausinn. Tjaran, sem
þú lagðir fyrir mig að bera á örkina utan og mnan er ókomin enn.
Pípulagningamaðurinn er farinn í verkfall. Sem, sonur minn, sem
hefur hjálpað mér með viðskiptahliðina, hefur stofnað popphijómsveit
með bræðrum sínum Kam ogjafet. Guð, ég er í öngum mínum.”
Og guð varð reiður og sagði:
,,Og hvað um dýrin, sem ég gaf fyrirmæli um að skyldu koma til
þín, eitt karlkyns og eitt kvenkyns af hverri tegund, til að halda sæði
sínu iifandi á jörðinni?”
Og Nói sagði: ,,Þau voru öll flutt á vitlausan stað en eiga að koma á
föstudaginn. ’ ’
Og guð sagði: ,,En hvernig er með einhyrningana, og fugla
himinsins, sem áttu að koma sjö af hverri tegund?”
Og Nói neri hendur sínar og grét og sagði: „Herra, það er hætt að
framleiða einhyrningana; þeir fást ekki lengur, hvorki með góðu eða
illu. Ogfuglar himinsins eru aðeins seldirsexsamanlkippu. Herra, herra,
Þú veist hvernig allt er orðið.”
Og guð í vtsdómi sínum sagði: ,,Nói, sonur minn, ég veit. Hvers
vegna heldurðu eiginlega, að ég hafi ákveðið að láta flóð koma yfir
jörðina?”
ERA-Journal.