Úrval - 01.03.1976, Page 53
BÆNIR DÝRANNA / ÖRKINNI
51
Nóa. Fyrst er bæn Nóa, og hefst
svona:
Herra,
hvílíkt samsafn!
Milli skúra þinna
og öskra dýranna
heyrir maður ekki einu sinni
sjálf sín hugsanir!
Hér verða nú birtar fímm af
tuttugu og sjö bænum bókarinnar:
BÆN
HANANS.
Gleymdu því ekki, guð,
að það er ég, sem læt sólina rísa.
Ég er þjónn þinn,
en með virðuleik tóna minna
þarf ég skraut og skrúða.
Ágæti mitt auglýsist.
En samt
er ég þjónn þinn,
en gleymdu ekki herra,
að það er ég,
sem læt sólina rísa.
Amen.
BÆN
FIRÐRILDISINS.
Herra!
Hvað var ég að segja?
O, já! Þetta blóm, þessi sól,
þakka þér fyrir þau. Heimur þinn
er fagur!
Þessi rósaangan...
Hvað var ég að segja?
Daggardropi
veltur og glitrar á liljublómi.
Ég þarf að fara...
Hvert? Ég veit ekki!
Vindurinn hefur málað skraut
á vængi mína.
Skraut....
Hvað var ég að segja?
Ó, já, herra,
ég þurfti að segja þér svolítið:
Amen.
BÆN
KATTARINS.
Herra,
ég er kötturinn.
Ég þarf ekki beinlínis að biðja
þig um neitt.