Úrval - 01.03.1976, Page 56
54
URVAL
Örugg aðferð tilþess að leggja í eyði efnahagslíf,
sem var eitt sinn öflugt.
HNIGNUN
STÖRA-BRETLANDS
— Vermont Royster —
tóra-Bretland er sjúkt.
Það eru næg sönnunar-
gögn um slíkt, hvert sem
litið er.
Hin ytri merki þess eru
sterlingspundið, en gengi þess sígur
ekki heldur hrapar, stöðugt minnk-
andi iðnaðarframleiðsla og verð-
bólga, sem var nýlega 27% á
ársgrundvelli, en það er meira en í
nokkru öðru meiri háttar iðnaðarríki.
Hin innri merki liggja ekki eins í
augum uppi. Framleiðslutæki Stóra-
Bretlands eru úrelt og úr sér gengin
með fáeinum undantekningum. I
stálsmiðjunum og bifreiðaverksmiðj-
unum er reynt að notast við úreltan
og mjög slitinn vélakost. Fáar breskar
iðngreinar geta keppt við önnur ríki
Efnahagsbandalags Evrópu eða riki
utan þess.
Af öllum þessum ástæðum eru
lífskjör fólksins þar lakari en í
sambærilegum löndum á meginlandi
Evrópu og miklu lakari en í Banda-
ríkjunum. Og hér er um að ræða
versnandi lifskjör fyrir fólk af öllum
stéttum. Það er orðinn litill tími til
stefnu til björgunar, jafnvel fyrir þá,
sem tilheyra hinum sterku verkalýðs-
samtökum og starfa í vernduðum
iðngreinum, sem njóta fjárhagslegs
stuðnings frá þvi opinbera. Gálga-
fresturinn er þegar útrunninn, hvað
miðstéttirnar snertir, lækna, endur-
skoðendur, háskólaprófessora, skrif-
*****
*
$
*
*
*
*
*****
Úr Wall Street Journal