Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 59
HNIGNUN STÖRA-BRETLANDS
aðferð, ekki aðeins til þess að leggja
efnahag í rúst, heldur til þess að
tryggja, að úr rústunum rísi svo
algerlega sósíalskt ríki. Fyrst er
fólkinu komið niður á það stig, að
það getur ekki séð fyrir sínum eigin
þörfum, og þá verður ríkið að gera
það. Iðnaðinum er komið niður á það
stig, að hann geti ekki lagt fram sitt
eigið fjármagn, og þá verður ríkið að
gera það.
Kannski er þetta einmitt það, sem
hinir herskáu leiðtogar verkalýðs-
félaganna hafa í hyggju, en sumir
þeirra eru yfirlýstir marxistar, og
einnig vinstrisinnaðir menntamenn
innan Verkamannaflokksins. Isaman-
5'
burði við bandarísk verkalýðsfélög
eru sum bresku verkalýðsfélögin
vissulega ofboðslega ábyrgðarlaus.
Þau skeyta engu um gildandi samn-
inga, gera verkföll eftir eigin geð-
þótta og ástunda raunverulega ,,fjár-
kúgun” gagnvart þjóðinni í heild.
Vissulega styðja margir innan Verka-
mannaflokksins hverja þá stefnu,
sem vænleg getur talist til þess að
hleypa af stokkunum algerlega sósí-
ölsku ríki í Bretlandi.
En hvort sem slíkt er nú ætlunin
eða ekki, þá er ástandið í Bretlandi
prýðileg lexía í því, hvernig stefna
skuli að ríkishruni.
★
MEÐ OG MÓTI.
Það er einkennilegt, að við skulum öll krefjast þess, að vigt
kaupmannsins sé hárrétt, eða vigti minnsta kosti ekki af okkur, en allir
eru í hjarta sínu fegnir, ef baðvigtin sýnir heldur minna en hún á að
gera.
Bill Vaughan.
VIÐEIGANDI NAFN.
Maður nokkur komst að því, eftir að hann hafði boðið af handa hófi
í það sem verið var að bjóða upp á uppboði til styrktar
góðgerðastarfsemi, að honum hafði verið sleginn seglbátur — sem
hann þekkti ekkcrt inn á. Honum var brugðið, en fyrir konu hans var
þetta beinlínis reiðarslag. Til þess að gera henni þetta léttbærara, bauð
hann henni þangað sem báturinn lá og fól henni að skíra hann eftir
sínum eigin geðþótta. Konan skvetti úr kampavínsglasi á bóg bátsins
og mælti um Ieið: ,,Ég nefni þennan bát TIL SÖLU.”
Neil Morgan.