Úrval - 01.03.1976, Page 60
58
URVAL
^Til umþugsunar^
PENINGAR OG HAGFRÆÐI
Maður ætti ekki að spara svo
mikið, að maður geti ekki klifið þau
fjöll í æsku, sem maður hefur ekki
þrek til að klífa, þegar maður er
orðinn gamall.
Hagfræðingurinn Marshall.
Giftu þig ekki til fjár — það er
ódýrara að taka lán.
Skoskt spakmæli.
Peningar eru ekki allt — en þeir
tengja okkur þörnunum okkar.
Farmand.
Sá, sem fær fé að láni til
einkanota, hefur þrátt fyrir allt meiri
ánægju af því heldur en sá, sem lánar
öðmm.
Magnusjuul Snede.
Við lifum í þeirr trú, að guð hafi
gefið okkur krónurnar, en djöfullinn
gerði þær kringlóttar.
Martin A. Hansen.
Fólk notar peninga, sem það á
ekki, til að kaupa hluti, sem það þarf
ekki, til þess að sýnast í augum fólks,
sem það þolir ekki.
Steen Madsen.
Ef einhver er gírugur í fé, kallast
hann maurapúki, ef hann varðveitir
það, erhann kapítalisti, ef hann notar
það, er hann eyðsluseggur; ef hann
reynir ekki að afla sér fjár er hann
duglaus, ef hann fær fé án þess að
vinna fyrir því er hann svindiari; en
ef hann safnar fé með erfiði langrar
ævi, kallast hann asni, sem hafði ekki
vit á að lifa lífinu.
Victor Oliver.
Konunni er aldrei meiri alvara,
heldur en þegar hún tjáir milljóna-
mæringi ást sína.
André Gide.
Sá, sem veltir sér í peningum,
meiðir sig ekki.
Uppruni óþekktur.
Þegar maður á varasjóð að grípa til,
grípur maður til hans.
Hans Scherfig.
Auðævi eru eins og sjór. Því meira,
sem maður drekkur, þeim mun
þyrstari verður maður.
Schopenhauer.