Úrval - 01.03.1976, Side 61
59
Peningar eru eina málið, sem skilst
alls staðar í heiminum.
Aristoteles Onassis.
Peningar geta áorkað tvennu: Þeir
geta gert þig háðan, og þeir geta gert
þig óháðan.
Soya.
Passið þið aurana, þá passa krón-
urnar sig sjálfar.
Wiiliam Lowendes.
Ef við hættum nú við Rínar-
landsferðina, sem við höfum sparað
saman fyrir, og kaupum ríkistryggð
skuldabréf fyrir féð, spörum við svo
mikið í skatti, að við höfum efni á að
fara til Rhodos.
Uppruni óþekktur.
Maurapúkinn á ekki peninga,
heldur eiga peningarnir hann.
Holberg.
Nú hringja peningakassarnir jóíin
inn.
Fyrirsögn úr Frederikshavn Avis.
Eftir að afborgunarkerfið varð
svona almennt, hefur mannkynið
aftur fengið eitthvað að keppa að.
Marcel Archard.
Ef tíminn liður ekki nógu hratt,
skaltu bara skrifa upp á 30 daga víxil.
Uppruni óþekktur.
Lengi á eftir skrifaði ég bréfin
alltaf þversum á pappírinn, þetta var
ávani, sem leiddi af samþykkingu
víxlanna.
Osvald Helmuth.
Skattheimtulistinn er fólginn í því
að reyta gæsina þannig, að maður fái
sem flestar fjaðrir með sem minnst-
um skrækjum.
Colbert.
Ef öll sú áreynsla, sem fer í að snúa
á skattinn, færi í að auka útflutning-
inn, hefðum við ekki fjárhagsleg
vandamál.
Harold Wilson.
Það er aðeins einn hópur fólks,
sem hefur meiri áhuga á peningum
en þeir ríku. Það er þeir fátæku.
Oscar Wilde.
Fátækt er einasta byrðin, sem
verður þyngri eftir því sem fleiri bera
hana.
Jane Paul.
Öll gjaldþrot eiga sér þrjár orsakir:
Veðmál, konur og ráð hagfræðinga.
Georges Pompidou.
Mikilvægasta atriði þjóðarhagfræð-
innar er að láta konuna sína aldrei
vita, þegar maður fær kauphækkun
— annars eykur hún einkaneysluna
þegar í stað.
L.V. Birck.