Úrval - 01.03.1976, Side 62
60
URVAL
Verðbólga þýðir, að það sem
maður keypti fyrir 50 krónur fyrir
nokkrum árum, kostar nú 200 krónur
að gera við.
D.G.
Það er betra að gefa en lána, og
kostar nokkurn veginn það sama.
Philip Gibbs.
Það er aldrei eins óheppilegt að
taka lán og þegar fjármálamennirnir
halda, að maður þurfi virkilega á því
að halda.
Henry Ford.
Peningar em kringlóttir, þeir eiga
að velta.
Danskt spakmæli.
Það eina, sem hægt er að gefa
þeim, sem þegar á allt, er með-
aumkun.
Eddie Fischer.
Þegar ég var drengur, voru auðæfi
talin eitthvað sem væri aðdáunarvert
og veitti öryggi, nú verður maður að
varast að verða ríkur, eins og það sé
allra ódáða verst.
Sokrates.
Það er þetra að lifa ríkur en deyja
ríkur.
Samueljohnson.
Leiðinlegasti félagsskapur, sem
maður lendir í, er þar sem fólk á
mikið af peningum. Þar eru nefni-
lega allir dauðhræddir um að tapa
einhverju afþeim.
Viggo Kampmann.
Auðævi manns eru í réttu hlutfalli
við það, sem hann lætur ekki eftir
sér.
Thoreau.
Minnist fátækra — það kostar
ekkert.
Johannes Billings.
Á ONAGERAVEIÐUM.
Leiðangur frá Mið-Asíudeild sovéska fyrirtækisins , ,Zootsentr’ ’, sem
stundar veiðar og sölu villtra dýra, er farinn til austur hluta
Karakumeyðimerkurinnar. I fyrsta sinn í 40 ár hefur verið veitt leyfi til
að veið onagera, sem flytja á í dýragarða í Sovétrikjunum.
Dýrategund þessi, sem er millistig milii hesta og asna, var áður í
stómm flokkum á steppum og eyðimörkum í Asíu, en í byrjun
aldarinnar var nálega búið að útrýma henni sökum rányrkju, þar sem
skinnið var gott og kjötið, og menn trúðu að fita hennar hefði
lækningamátt. Aðeins smáhópar voru eftir í Mið-Asíu. Sovétstjórnin
lét koma upp stóru, friðuðu svæði í eyðimörkinni með þeim árangri að
dýrastofninn hefur nú tífaldast.
APN.