Úrval - 01.03.1976, Page 63
61
I síðasta skeytinu, sem Valeri Kosjak sendi konu
sinni frá skipinu ,,Vislóbókoff skipstjóri”
skýrði hann fráþví, að skipið væri nú komið inn
á Indlandshaf og stefndi á Haipong. Þar gerðist
það, um 600 sjómílur frá næsta landi, að Valen
sópaðist fyrir borð.
UMKRINGDUR
HÁKÖRLUM
— Vasili Sjakharko —
8 yar að gera við kælikerf-
ið í skipsbátnum. Við
bjuggumst við að burfa á
* honum að halda í Hai-
vt
pong. Pað var stormur,
og skipið lét illa í sjó. Ég rak hausinn
harkalega í stiga. Læknirinn gaf mér
einhverjar pillur og sendi mig í rúm-
ið. Ég svaf til næsta morguns. Þegar
ég vaknaði, gat ég ekki hreyft höfuð-
ið og fæturnir þvældust undir mér.
Ég ákvað að fara út á þilfar og fá mér
frískt loft.
Öldurnar voru jafnvel ennþá hærri
en daginn áður. Ég hélt mér í kaðal,
og ég minnist þess, að félagar mínir
voru að gera morgunæfingarnar. Ég
man, að þeirfóru niður í morgunmat
og kölluðu til mín að koma líka, en
ég var ekki svangur.
Ég man eiginlega ekki fleira. Og
ég veit ekki, hve langur tlmi leið,
en allt í einu fannst mér ógurleg
þyngsli koma yfir mig og allt um-
hverfis mig var kolamyrkur. Það var
eins og eitthvað væri að slíta mig 1
sundur og hávaðinn var ærandi. Allt
í einu rann það upp fyrir mér, að
ég væri kominn í sjóinn og rétt hjá
mér barðist skipsskrúfan.
Sem betur fór drógu skrúfublöðin
mig ekki til sín og hökkuðu mig í
— Úr Izvestia —