Úrval - 01.03.1976, Side 67
UMKRINGDUR HÁKÖRLUM
65
hjarna við og fór þess þá eindregið
á leit við skipstjórann, að hann fengi
að vera um borð áfram. En læknir-
inn krafðist þess, að Valeri yrði
sendur heim með flugi frá næstu
höfn, svo hann gæti fengið rétta
meðferð og náð sér fullkomlega.
Hinn frægi sjávarfræðingur Jacq-
ues-Yves Costeau var beðinn að láta
í ljós álit sitt á þessum einstæða
atburði. Hann sagði:
,,Þctta er fágætt atvik. Ég hef
heyrt um fólk, sem hefur komist af
þótt það væri innan um hákarla í
eina klukkustund eða jafnvel tvær,
en aldrei fjórar.
Venjulega synda hákarlar lengi
umhverfis fórnarlamb, eins og þeir
séu að þefa af því og gera sér grein
fyrir því. En það er ógerningur að
segja til um, hversu lengi þeir muni
bíða. Það er að verulegu leyti komið
undir hegðun mannsins. Ef hann fer
að öllu rólega, syndir hægt og hátt-
bundið, varast allar snöggar hreyf-
ingar og ekki síst allar hreyfíngar,
sem mætti túlka sem árás, getur liðið
langur tími, án þess að hákarl geri
árás. En allar snöggar og óvæntar
hreyfingar túlka hákarlar sem merki
þess, að fórnarlambið sé sært eða
fjandsamlegt.
Það liggur í augum uppi, að sjó-
maðurinn hefur sýnt mikið þolgæði
og sjálfsstjórn. Það bjargaði honum.
Þegar hákarlarnir, sem sjálfir eru
huglausar og varfærnar skepnur, sáu
hvað hann hafði góða stjórn á sér,
veigruðu þeir sér við að ráðast á
hann að fyrra bragði.
Ég óska sjómanninum til ham-
ingju — hann sigraði í þessari
keppni.”
SPRENGINGAR GETA SKAPAÐ LÍF.
Vísindamenn við eðlisfræðistofnunina í Moskvu fullyrða, að
sprengingar og þær þrýstibylgjur, sem þeim fylgja, kunni að hafa leitt
til myndunar fyrsta lífsins á jörðinni.
Tilraunir með myndun stórra sameinda við þrýstibylgjur hafa sýnt
að aminosýrur geta á þennan hátt myndað efnatengsl, sem eru I raun
eggjahvítuefni.
Menn halda því, að þrýstibylgjur, sem myndast hafa við
loftsteinaregn, kunni að hafa verið sá undanfari lífsins á jörðinni, sem
úrslitum réði.