Úrval - 01.03.1976, Page 68
66
LJRVAL
Maður hefur hent gaman að sögum um , ,þann
stóra” — fiskinn, sem kom d krókinn, en ekki
alla leið d land. En félagar okkar austan tjalds
geta bætt um betur: Þeir geta sagt frd fiskinum,
sem kom d land, en aldrei var hæga að sýna!
FALLVALT
ER FISKILÁNIÐ
— Igor Tsjérvjakoff
Vj/Vt/VV\V V
✓N/f\ /f\/f\ /
*
*
*
*
E
\i/
/T\/T\/T\/T\/
f ég á að vera fullkom-
lega hreinskilinn, verð ég
að gefa þá yfirlýsingu að
ég hef ekkert fiskilán.
t>e?ar ée kem á veiðistað,
hættir fiskurinn þegar í stað að taka.
Það er óþarfi að geta þess, að
hálfgagnsæju sílin, sem ég kem með
heim frá ám og vötnum umhverfis
Moskvu, sílin, sem meira að segja
flækingskettirnir fúlsa við, eru enda-
laus uppspretta háðsyrða starfsfélaga
minna og heimatilbúinnar fyndni.
— Úr Rybofodstvo
En einu sinni — ó, já, einu sinni
fékk ég tækifæri til að jafna um
kvalara mína alla í einu. Það sem
gerðist var það, að við Fedja Kúkoff,
vinnufélagi minn, vorum sendir á
vegum starfsins langt norður í land.
Er ég hafði lokið verkefnum mínum,
daginn áður en ég átti að snúa aftur,
minntist ég veiðistangarstúfsins, sem
ég hafði tekið með mér, og gat fengið
þyrluflugmann, sem ég þekkti, til að
skutla mér þangað, sem ég gæti veitt
mér til skemmtunar.
I Rybolofstvo —