Úrval - 01.03.1976, Page 69
67
Svo var ég látinn niður á afskekktu
vatni einhvers staðar úti í mýrunum,
með fyrirheit um, að ég skyldi sóttur
eftir tvo eða þrjá klukkutíma. Úti á
miðju vatni hjó ég vök á ísinn og
hafði ekki fyrr rennt, en ég fann
kippt í færið.
Veiðigleðin fór um mig í heitri
bylgju, upp eftir handleggnum að
hjartanu. Það hafði bitið á! Ef ég nú
bara missti ekki!
Að minnsta kosti kílós aborri
barðist um ísinn, meðan ég dró þann
næsta upp, æstari en ég hafði nokkru
sinni áður verið við veiðar. Og þegar
ég hafði staflað um mig meira en tíu
fiskum, hvern öðrum vænni og
langtum merkilegri en stórfiskarnir,
sem monthænsnin heima í Moskvu
voru að gorta af, leit ég um stund
upp frá vökinni. Og það mátti ekki
seinna vera! Um það bil tvö skref frá
mér stóð gríðarstór, brúnn björn og
eftir látbragði hans að dæma var
hann ekki kominn í kurteisisheim-
sókn.
Ég hafði lesið um svona einfara-
birni í alfræðibókinni. Þeir voru
sérlega hættulegir. Mér rann kalt
vatn milli skinns og hörunds.
En gesturinn óboðni urraði ógn-
andi og gekk einu skrefi nær mér.
Ósjálfrátt fleygði ég aborra fyrir fætur
hans. Hann slengdi hramminum,
með löngum, hárbeittum klónum, á
fiskinn, sem enn barðist um, og