Úrval - 01.03.1976, Page 75
KÓNGURINN OG DRA UMAHALLIRNAR HANS
73
Speglasalurinn t Herrenchiemsee.
stórkostlega tónskáld hafði fengið
árlegt framlag að upphæð 4000
gyllim ásamt afnotarétti af einkahúsi
við Starnbergvatn. ,,Ég ætla í eitt
skipti fyrir öil að losa yður við
leiðinlegar hversdagsáhyggjur, sagði
Lúðvík II, ,,svo þér getið óhindraður
breitt úr hittum mikiu sniliings-
vængjum yðar!” Og hefði þessi
rausnarskapur kóngsins ekki komið
til, hefðum við líklega aldrei eignast
Níflungahringinn, Meistarasöngvana
í Núrnberg eða Parsifal.
Alla sína ævi hringsólaði Lúðvík
eins og feiminn skólastrákur kringum
ást og vináttu, en dró sig snarlega í
hlé, ef hann fékk minnsta grun um,
að tilfinningar hans væru ekki endur-
goldnar, eða verið væri að spila með
hann. Hirðdömur hans fengu stafla
af blómavöndum, settum saman af
rósum og alparósum. Veikara kynið
var ltka öngviti nær af hrifningu yfir
unga kónginum, sem samtíðarmenn
lýstu sem „óeðlilega fríðum”. En
brúðarvagninn, sem átta hestar áttu