Úrval - 01.03.1976, Page 76
74
URVAL
að draga og kostað hafði eina milljón
gyllina, var aldrei notaður. ,,Ég hef
einfaldlega ekki tíma til að gifta
mig, ’ ’ sagði Lúðvík II einhvern tíma í
spaugi.
Meðan hann var á þrítugsaldri,
varð hann móti vilja sínum að heyja
tvö stríð á fimm árum. Annað var við
hinn almáttuga yfirgangssegg Prúss-
lands, en ,,járn”-kanslari þess, Otto
von Bismark, var að reyna að ná
völdum í öllu Þýskalandi. Þetta
endaði með algerum ósigri Bæjara-
lands. I hinu stríðinu börðust ríkin
saman í fransk-þýska stríðinu
1870—71. Þegar Frakkland hafði
tapað, gerði Bismarck Vilhjálm I af
Prússlandi að Þýskalandskeisara.
Ungi einvaldurinn í Bæjaralandi
var fjarska sár yfír því, að hin stolta,
700 ára gamla aðalsætt hans, sem eitt
sinn hafði fóstrað tvo þýska keisara,
neyddist nú til að ieika aukahlutverk.
Upp frá þessu dró hann sig meira og
meira inn í drauma sína um fegurð
og skart og helgaði sig því aðallega að
fylgjast með uppbyggingu halla
þeirra, sem nú til dags er dáðst svo
mjög að. SchlossLinderhof, mjallhvít
gersemi í rókókóstíl er í óbyggðum
fjalladal ekki langt frá Garmisch-
Partenkirchen. Framan við höllina er
gosbrunnur, sem sendir súlur sínar
35 metra í loft upp.
Scloss Neuschwanstein, sem oft er
kallað ,,hvíta dýrðin”, gnæfir með
skotraufar sínar á brattri fjallsöxl
skammt frá Fussen í Allgáu. Hug-
mynd Lúðvíks var, að Neuschwan-
stein skyldi varða uppfylling draums-
ins um Monserrat, höllinni, þar sem
goðsögnin segir að hinn heilagi Gral
sé verndaður fyrir augliti hinna
óverðugu. Hinn gríðarmikli hásætis-
salur hallarinnar, sem er góðar tvær
hæðir undir loft, með skínandi súlur
úr lapis lazuli (bláum steini) og
purpurasteini, stór freskómálverk á
gylltum grunni og stjörnum setta
lofthvelfingu minnir mest á býsanska
dómkirkju.
Schloss Herrenchiemsee, sítrónu-
gul höll sem stendur ein á eyju úti í
Chiemsee, er nákvæm eftirlíking af
Versalahöll. Speglasalurinn, sem er
nærri hundrað metrar að lengd með
sindrandi skreytingum úr gulli og
silfri og 17 risastórum veggspeglum,
er ennþá glæstari en franska fyrir-
myndin. Tvöhundruð saumakonur
voru sjö ár að sauma út gardlnur
hallarinnar og húsgagnaáklæði með
gull og silfurþræði, og skreytingin á
svefnsalnum einum kostaði sem svarar>
24 milljónum íslenskra króna á
núverandi gengi.
Sjötíu og fimm listamenn, 50
málarar og 25 myndhöggvarar, unnu
stundum samtímis við hallir Lúðvíks.
Til þess að þeir gætu gert sér grein
fyrir, hvernig hann vildi láta spegla-
salinn í Schloss Herrenchiemsee líta
út, sendi hann allan málaraskarann
til Versala að skoða fyrirmyndina.
Hann var óþreytandi að fylgjast með
hverju smáatriði — geislunum í
sólskreytingunni á dyrum svefnsalar-
ins, gerð sérstaks borðbúnaðar og