Úrval - 01.03.1976, Page 78
76
ÚRVAL
Sleðaferð Lúðvíks konungs ____ málverk eftir R. Wenig.
hátíðarvagns, sem hvíldi á engla-
vængjum, en þannig vagn hafði
hann séð í draumi.
En eitt af furðulegum uppátækj-
um Lúðvíks var tilbúinn dropasteins-
hellir, sem hann lét gera á blómaengi
skammt frá Schloss Linderhof. Það
tók tvö ár að byggja hann upp. Hann
er lagður með pokalérefti og gifsi,
steypu og kalksteini utan um stál-
grind. Inni í hellinum glitraði
tveggja merta djúpt vatn milli kietta,
sem skreyttir voru með vaxrósum, og
á þessu vatni undi Lúðvík sér iöngum
stundum við að sigla um á gullnum,
skellaga gondói. í fjarska dunaði
gerfifoss, og flókinn tæknibúnaður
gat búið til öldur á vatninu, sem
annars var spegilslétt. Þar sem enginn
sá tii stóðu sjö menn og mokuðu
kolum í ofn, sem hitaði upp vatnið,
þar sem svanir syntu um framan við
listmálaðan bakgrunn, sem sýndi
venusarhofið úr Tannháuser. Tíundu
hverja mínútu skipti birtan í hellin-
um um lit — rautt, blátt, gult,