Úrval - 01.03.1976, Síða 82
80
URVAL
Bréf til ^Úrvals
Upp á síðkastið h'efur bréfum til
Úrvals farið mjög fjölgandi, og flest
eiga þau sammerkt um það, að þau
lýsa fremur ánægju með tímaritið
heldur en hitt. Hér á eftir birtum við
glefsur úr bréfum, sem bárust í janúar
og febrúar, en eldri bréf látum við
liggja, að minnsta kosti að sinni.
Verði framhald á bréfum til Úrvals,
má búast við að við grípum niður í
þau, að minnsta kosti við og við.
Úrval þakkar fyrir bréfin — það er
alltaf gott að fá að frétta hvað fólki
líkar — hvort heldur það er betur eða
verr.
Rvík, jan. 1976.
...Mér finnst Úrvai hafa farið
stórleg batnandi upp á síðkastið, og á
ég þar sérstaklega við efnisval og
vandaðramálfar. Raunar rekstég alltaf
við og við á orðalag, sem mér fellur
ekki, en það var þó snöggtum verra
þegar ég byrjaði að kaupa heftið. Ég
hef aldrei reynt að þýða, en ég get
hugsað mér, að það sé auðvelt að
falla í ýmsar gryfjur þegar þýðandi
snýr af einu máli á annað. Nú fínnst
mér ekkert vanta á Úrval annað en að
þetta verði ennþá betra.
.. .Nema hvað þetta nýja letur, sem
þið hafið tekið upp með „breyttri
prenttækni” er öldungis ómögulegt!
Maður verður að hafa stækkunargler
til að komast fram úr þessu lúsaletri!
Það er kannski gert sérstaklega til þess
að auðvelda okkur lesendunum að
sofna, og það er kannski þakkarvert
sjónarmið út af fyrir sig! Því maður
þreytist svo í augunum að það liggur
við að maður sofni meira að segja út
frá frábæru og spennandi efni eins og
bókinni í desemberheftinu, Cotzias
læknir og ég. Er ekki hægt að fá betra
Ietur?
Guðiaugjónsdóttir.
Svar:
Jú Guðlaug, eins og þú sérð__við
vonum bara að það baldi ekki fyrir
þér vökul
Ritstj.
★ ★ ★
Sauðárkróki, febrúar 1976
Ég má til með að lýsa ánægju
minni með þetta ágæta rit, sem ég les
ætíð upp til agna, ef svo má að orði
komast.
Sérstaklega fannst mér janúrheftið
gott, vegna ágætrar greinar um
kenningar Immanuels Velikovskys og
grein, sem nefndist „Mannkynið
fætt af geislum.”
Sérlega fannst mér kaflinn um
furður Velikovskys skemmtilegar, því
þar er að finna ríkulegt umhugsunar-
efni um tilveru „alheims,” ef svo má