Úrval - 01.03.1976, Side 93
HRAUSTIR MENN
91
Nokkrir norsku félaganna: Aftari föS frá vinstri: Hans Storhaug, Vredrik Kayser, Kasþer
Idland, Claus Helberg, Birger Strömsheim. Fremri röð frá vinstri: Jens-Anton Poulson, Leif
Tronstad, Joachim Rönneberg.
höfðu þrælgirt svæðið með sprengj-
um og gildrum, víða lágu hárfínir>
vírar, sem komu af stað sprengingu ef
reynt var á þá, og vélbyssuhreiður
voru við allar aðkomuleiðir.
Rönneberg teiknaði grófan upp-
drátt af umhverfí verksmiðjunnar.
Svo dró hann upp nákvæma teikn-
ingu af staðnum, sem þeir stefndu að:,
Framleiðsluklefanum í kjallaranum.
,,Eins og þið vitið allir,” sagði hann,
,,er aðalvandi okkar að komast inn,
að komast upp á sylluna og þaðan
inn í kjallarann. Og svo,” bætti hann
við, ,,aftur út lifandi.”
Þótt einhver miðaldakóngurinn
hefði leitað um allan Noreg að
ósigrandi vígi handa sjálfum sér,
hefði hann tæpast getað fundið betri
stað en þessa klettasyllu. Það voru
aðeins tvær leiðir, sem norski hópur-
inn gat valið um. Önnur var yfír
mjóa hengibrú, rúmlega 90 metra
langa, sem lá yfír að verksmiðjunni
frá norðurbrún gljúfursins. En brúar-
innar gættu þjóðverjar, gráir fyrir
járnum. Þeir þurftu ekki annað en að
ýta á einn neyðartakka, og í sama
vetvangi yrði verksmiðjan böðuð í
ljósum og viðvörunarflaut gylli við í
herbúðum þjóðverja á hlaði verk-
smiðjunnar, auk þess sem það kallaði
sjálfkrafa á 300 manna aukalið frá
Rjukan.
Hin leiðin var eftir einföldum
járnbrautarteinum sem lágu eftir
einstigi utan í fjallshlíðinni. Pesstr
teinar voru aðeins sjaldan notaðir, til
að flytja efni milli Rjukan og
Vemörk, en lágu inn á verksmiðju-
hlaðið gegnum járnhlið í girðingunni
umhverfís verksmiðjuna. Eftir því,
sem best var vitað, voru engir verðir
við teinana né gljúfrið fyrir neðan.
Það leyndi sér ekki, að þjóðverjar
töldu nærri þverhníptan klettavegg-
inn niður af teinunum ókleifan.
Norðmennirnir ákváðu að freist þess